Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 11

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 11
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Byggðarlögin slitin frá heimamiðum „Sjávarútvegskerfið okkar er þannig byggt upp að nýir aðilar geta ekki komist inn í greinina nema með óvið- ráðanlegum kostnaði. Vestfirðingar geta til dæmis ekki vænst þess að geta nokkurn tímann eignast sambærilega útgerð og Guðbjörgin ÍS var. Þeir munu einfaldlega aldrei hafa efni á því. Veikleiki kerfisins er að aiíaheim- ildirnar eru færðar til og sjávarplássin eru skilin eftir, slitin frá sínum mið- um. Það er óásættanleg niðurstaða og um hana verður aldrei friður. Fyrr verður uppreisn í landinu. Vandi okk- ar er sá að finna breytingu sem koll- Stærðfræðingur tengdur inn í ættir Einars Guðfinnssonar „Nei, ég hef aldrei unnið í mínu eiginlega fagi,“ segir stærðfræðing- urinn og alþingismaðurinn Kristinn H. Gunnarsson. Hann er fæddur og uppalinn Reykvíkingur, sonur Gunnars Kristinssonar fyrrv. hita- veitustjóra og Auðbjargar Brynjólfs- dóttur, en flutti vestur á firði og gerðist kennari á Tálknafirði og síðan í Bolungarvík. Þar kvæntist hann inn í fjölskyldu Einars Guð- finnssonar, hins þekkta útgerðar- manns, en amma eiginkonu hans var systir Einars. Með því hófust kynni hans af sjávarútvegi, fyrst með störfum beintengdum sjávarútvegi- num en á síðari árum hefur Kristinn fylgst með sjávarútveginum á víðara sviði í gegnum störf sín á Alþingi. „Eg hef kynnst bæði vinnu í frystihúsi og sjómennskunni af eigin raun og hef alltaf kunnað vel við lífið í sjávarplássunum. Áhuginn á sjávarútveginum kom af sjálfu sér hjá mér vegna tengslanna inn í greinina og síðar kom ég sem bæjar- stjórnarmaður í Bolungarvík inn í stjórnun á rekstri þrotabús E.G.“ „ Veikleiki kerfisins er að aflaheimildirnar eru fœrðar til og sjávar- plássin eru skilin eftir, slitin frá sínum miðum." varpar ekki núverandi kerfi, skapar þeim rekstrargrundvöll sem hafa búið um sig í kerfinu en gefur jafnframt öðrum möguleika til að byrja í útgerð og fiskvinnslu. Núna getur enginn byrjað að byggja sig upp í útgerð held- ur fá menn einfaldlega að halda áfram á meðan bankarnir leyfa," segir Krist- inn. Að hans mati hefur mikil veiði á undanförnum árum frestað uppreisn gegn kerfinu. Kristinn segir kerfið bjóða upp á mál á borð við Guðbjarg- armálið; einnig megi benda á önnur hliðstæð mál á Vestfjörðum sem eigi það sammerkt að hafa skilið fólkið eft- ir í kvótalitlum eða kvótalausum byggðarlögum. „Einstökum ágöllum er hægt að breyta" Kristinn segist hafa trú á að hægt sé að ráðast í breytingar á fiskveiðistjórnar- kerfinu án þess að því þurfi öllu að henda og búa til nýtt. Sé ekki unnt að FYLGIST NÁKVÆMLEGA MEÐ AT AFGASMÆLIR Fylgist nákvæmlega með. Getur komið í veg fyrir kostnaðarsamar viðgerðir á vél. !© a MDVÉLAR HF. SMIÐJUVEGUR 28, Pósthólf 597 - 200 Kópavogi - Sími: 567 2800 - Fax: 567 2806 FYLGIST NAKVÆMLEGA MEÐ Ncm ii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.