Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1999, Síða 11

Ægir - 01.02.1999, Síða 11
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Byggðarlögin slitin frá heimamiðum „Sjávarútvegskerfið okkar er þannig byggt upp að nýir aðilar geta ekki komist inn í greinina nema með óvið- ráðanlegum kostnaði. Vestfirðingar geta til dæmis ekki vænst þess að geta nokkurn tímann eignast sambærilega útgerð og Guðbjörgin ÍS var. Þeir munu einfaldlega aldrei hafa efni á því. Veikleiki kerfisins er að aiíaheim- ildirnar eru færðar til og sjávarplássin eru skilin eftir, slitin frá sínum mið- um. Það er óásættanleg niðurstaða og um hana verður aldrei friður. Fyrr verður uppreisn í landinu. Vandi okk- ar er sá að finna breytingu sem koll- Stærðfræðingur tengdur inn í ættir Einars Guðfinnssonar „Nei, ég hef aldrei unnið í mínu eiginlega fagi,“ segir stærðfræðing- urinn og alþingismaðurinn Kristinn H. Gunnarsson. Hann er fæddur og uppalinn Reykvíkingur, sonur Gunnars Kristinssonar fyrrv. hita- veitustjóra og Auðbjargar Brynjólfs- dóttur, en flutti vestur á firði og gerðist kennari á Tálknafirði og síðan í Bolungarvík. Þar kvæntist hann inn í fjölskyldu Einars Guð- finnssonar, hins þekkta útgerðar- manns, en amma eiginkonu hans var systir Einars. Með því hófust kynni hans af sjávarútvegi, fyrst með störfum beintengdum sjávarútvegi- num en á síðari árum hefur Kristinn fylgst með sjávarútveginum á víðara sviði í gegnum störf sín á Alþingi. „Eg hef kynnst bæði vinnu í frystihúsi og sjómennskunni af eigin raun og hef alltaf kunnað vel við lífið í sjávarplássunum. Áhuginn á sjávarútveginum kom af sjálfu sér hjá mér vegna tengslanna inn í greinina og síðar kom ég sem bæjar- stjórnarmaður í Bolungarvík inn í stjórnun á rekstri þrotabús E.G.“ „ Veikleiki kerfisins er að aflaheimildirnar eru fœrðar til og sjávar- plássin eru skilin eftir, slitin frá sínum miðum." varpar ekki núverandi kerfi, skapar þeim rekstrargrundvöll sem hafa búið um sig í kerfinu en gefur jafnframt öðrum möguleika til að byrja í útgerð og fiskvinnslu. Núna getur enginn byrjað að byggja sig upp í útgerð held- ur fá menn einfaldlega að halda áfram á meðan bankarnir leyfa," segir Krist- inn. Að hans mati hefur mikil veiði á undanförnum árum frestað uppreisn gegn kerfinu. Kristinn segir kerfið bjóða upp á mál á borð við Guðbjarg- armálið; einnig megi benda á önnur hliðstæð mál á Vestfjörðum sem eigi það sammerkt að hafa skilið fólkið eft- ir í kvótalitlum eða kvótalausum byggðarlögum. „Einstökum ágöllum er hægt að breyta" Kristinn segist hafa trú á að hægt sé að ráðast í breytingar á fiskveiðistjórnar- kerfinu án þess að því þurfi öllu að henda og búa til nýtt. Sé ekki unnt að FYLGIST NÁKVÆMLEGA MEÐ AT AFGASMÆLIR Fylgist nákvæmlega með. Getur komið í veg fyrir kostnaðarsamar viðgerðir á vél. !© a MDVÉLAR HF. SMIÐJUVEGUR 28, Pósthólf 597 - 200 Kópavogi - Sími: 567 2800 - Fax: 567 2806 FYLGIST NAKVÆMLEGA MEÐ Ncm ii

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.