Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 36

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 36
kjálkastirnir (Gonostoma elongatum), slóans gelgja (Chauliodus sloani), marsnákur (Stomias boa ferox), kolskeggur (Trigonolampa miriceps), kolbíldur (Maiacosteus niger), gljá- laxsíld (Lampadena specuiigera), litla geirsíli (Arctozenus rissoi), digra geirsíli (Magnisudis atlantica), trjónuáll (Serrivomer beani), álsnípa (Nemiclithys scolopaceus), brodda- bakur (Notacanthus chemnitzii), litla brosma (Phycis blennoides), blákjafta (Rhinonemus cimbrius), fjólumóri (Antimora rostrata), silf- urþvari (Halargyreus johnsonii), bjúgtanni (Anopiogaster comuta), glymir (Epigonus tel- escopus), Stinglax (Aphanopus carbo), krækill (Artediellus atlanticus) Og marhnýtill (Cott- unculus microps.) Til viðbótar ofangreindum fiskum sem allir veiddust innan 200 sjómílna lögsögunnar eða rétt við hana fengust nokkrir sjaldséðir fiskar utan lögsög- unnar í leiðangri rs. Bjarna Sæmunds- sonar í maí. Þeirra á meðal eru (Ev- ermanella balbo ) sem ekki hefur feng- ið íslenskt nafn ennþá en þrír veiddust djúpt suðvestur af landinu. Vom þeir 10-11 cm langir að sporði. Spjótáll (Serrivomer brevidentatus), nefáll (Nessorhamp- hus ingolfianus), 68 cm, deplagleypir (Pseu- doscopelus aitipinnis) og karfalingur (etarches guentheri) 15 cm. Nefáll hefur fundist innan 200 sjómílna markanna og var það árið 1997 en þá veiddust tveir 52 og 64 cm á Reykjaneshrygg, einnig deplagleypir (1996) og karfalingur (1994). Þá veiddist óhemju stór þorskur, 170 cm langur undan SA-landi í apríl og í júlí veiddist 80 cm skarkoli í Eaxa- flóa. Hann var 18 ára gamall. Einnig barst grár karfi, 39 cm lang- ur sem veiddist í utanverðu Grinda- víkurdjúpi og hvítar, rauðar og gular grálúður af miðunum vestan við land- ið. Loks má geta nokkurra hryggleys- ingja sem við fengum til athugunar en þeir voru kórall (Stephanotrochus diadema (vantar nafh á íslensku)) sem fékkst sunnan Vestmannaeyja á 458-750 m dýpi, smákrabbi að nafni agnarögn Kjáni (Chaunax sp.) Hrafn Sveinbjarnarson GK veiddi einn kjána í gulllaxvörpu á 304-403 m dýpi í júní suður af Surtsey. Hann mældist 16 cm á lengd og er þetta þriðji fiskur þessarar tegundar sem á íslandsmiðum veiðist. Sá fyrsti veiddist í nóvember 1997 sunnan Vestmannaeyja og mældist 9,5 cm, annar sem var 15 cm fékkst í desem- ber sama ár á Reykjaneshrygg. Flest bendir til þess að hér sé um tegundina C. suttkusi að ræða (Gnathophausia sp.) veiddist vestan við Reykjaneshrygg á 732 m dýpi, gler- rækja (Pasiphaea multidentada) fékkst einnig á sömu slóðum, skarlatsrækja (Plesiopeneus edwardsianus) veiddist á utan- verðu Hampiðjutorgi fyrir vestan landið, tenglingur (Munida tenuimana) kom af miðunum sunnan Vestmanna- eyja, blindkrabbi (áður kallaður blindrækja), Stereomastis sculpta veiddist á 631 m dýpi á Reykjanes- hrygg, sundkrabbi (Macropipus holsatus) fékkst einnig á Reykjaneshrygg, tinda- krabbi (Neolithodes grimaldii) veiddist á línu á 1464 m dýpi í vesturkanti Reykjaneshryggs í september, nokkrir beitusmokkar bárust og krossfiskarnir (Psiiaster andromeda, Radiaster tizardi og Pseudarchaster parelii) veiddust í janúar í botnvörpu sunnan Vestmannaeyja á 458-750 m dýpi. Þeir sem sendu fiska og/eða upplýs- ingar um þá fá kærar þakkir og viljum við sérstaklega geta þeirra Aðalsteins Einarssonar, Þingeyri, Halls Gunnars- sonar, Grindavík, Helga Leifssonar, Eskifirði og Magnúsar Þorsteinssonar, Hafnarfirði. Helstu heimildir: Bjami Sæmundsson. 1926. Fiskarnir (Pisces Islandiae). íslensk dýr I. Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssoanr. xvi+528 bls. Gunnar Jónsson. 1992. fslenskir fisk- ar. 2. útg. aukin. Fjölvaútgáfan. 586 bls. Gunnar Jónsson, Jakob Magnússon, Vilhelmína Vilhelmsdóttir og Jónbjörn Pálsson. 1998. Nýjar og sjaldséðar fisk- tegundir árið 1997. Ægir 91(2):18-22. Whitehead, P.J.P. o.m.fl. (ritstj.). 1984- 1986. Fishes of the North-eastern-Atlant- ic and the Mediterranean. 1-3. Unesco. Paris. 1473 bls. Gott ár í rekstri Guðmundar Runólfssonar hf. Árið 1998 var hagstæðara í rekstri Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði en ráð hafði verið fyrir gert. Hagnaðurinn nam um 40 milljónum króna, sem er 37 milljón- um króna betri afkoma en á árinu 1997. Fyrirtækið birti á dögunu af- komutölur og sýna þær til að mynda að veltufé frá rekstri jókst um ná- lega 40 milljónir króna og framlegð var um 24%, sem þykir afar gott. Fyrirtækið hefur til skamms tíma verið skráð á vaxtarlista Verðbréfa- þings. Á aðalfundi í mars verður gerð tillaga um greiðslu 10% arðs til hluthafa. 36 Æ3IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.