Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 33

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI stuttnefshrygnu á Suðausturmiðum og í ágúst veiddi Hrafn Sveinbjarnarson GK stuttnef á 769-1153 m dýpi vestan Víkuráls. Er það sennilega lengsti fisk- ur þessarar tegundar sem veiðst hefur á íslandsmiðum. Hann mældist 138 cm. Norræna gulldepla (Maumlicus muelleri) í janúar veiddi Hrafn Sveinbjarnarson eina 6,5 cm langa norræna gulldeplu í botnvörpu á 458-750 m dýpi suður af Vestmannaeyjum. Þráðskeggur (Melanostomias bartonbeani) Um miðjan apríl veiddist 26 cm þráð- skeggur í flotvörpu á 659-677 m dýpi vestan við Reykjaneshrygg. Annar 26 cm veiddist í desember á 824 m dýpi í Grænlandshafi vestur af Reykjanesi Togarinn Snorri Sturluson RE veiddi báða þessa fiska. Alls munu hafa veiðst 7 fiskar þess- arar tegundar á íslandsmiðum til þessa og sá fyrsti árið 1991. Uthafsangi (,,Maulisia"microlepis) Rs Bjarni Sæmundsson RE. veiddi í maí einn 13 cm langan úthafsanga í flotvörpu á 650 m dýpi í utanverðu Grindavíkurdjúpi. Fagurserkur (Beryx splendens) Tveir slíkir veiddust í byrjun apríl í flotvörpu á 403 m dýpi suðvestur af Reykjanesi Þeir voru 23,5 og 35 cm langir. Þá veiddist einn í júní 27,5 cm langur í flotvörpu á 549 m dýpi rétt við 200 sjómílna mörkin vestan við Reykja- neshrygg. Togarinn Snorri Sturluson RE veiddi alla þessa fiska. Loks veidd- ist einn 49 cm langur í ágúst í botn- vörpu Brettings NS sunnan við Litla- djúp. Marsilfri (Diretmus argentus) Snorri Sturluson RE veiddi í apríl einn marsilfri í flotvörpu á 732 m dýpi á Reykjaneshrygg Hann var 2,5 cm. langur. Silfurbrami (Pteiycombus brama) Fjórir silfurbramar veiddust á ár- inu. í maí veiddist 47 cm silfurbrami í flotvörpu Vigra RE á 550-730 m dýpi á Reykjaneshrygg. Hólmaborg SU veiddi einn í sept- ember í kolmunnavörpu á 330 m dýpi í Rósagarði. Sá var 39,5 cm langur. Tveir veiddust í október í kol- munnaflotvörpu á Rósagarði. Þeir voru 39 og 44,5 cm langir og var það Bjarni Ólafsson AK sem veiddi þá. Stóri földungur (Aiepisaurus ferox) Tveir fiskar af tegundinni stóri föld- ungur veiddust á árinu, einn 146 cm langur í flotvörpu Snorra Sturlusonar í apríl á 631 m dýpi á Reykjaneshrygg. Annar 140 cm veiddist í lok sept- ember í flotvörpu Höfrungs II AK á 586-695 m dýpi suðvestur af Faxa- djúpi. Þá fréttist af nokkrum sem japönsk túnfiskveiðiskip voru að veiða á línu djúpt undan Suðurlandi. Lýr (Pollachius pollachius) í aprílbyrjun veiddi Snætindur ÁR fjórtán ára gamla hrygnu af lýrateg- und, 82 cm langa, 6,25 kg á þyngd og alveg komna að hrygningu, í net á 110 metra dýpi á Selvogsbanka Gapaldur (Eurypharynx pelecanoides) Fyrri hluta árs veiddi Hrafn Svein- bjarnarson GK einn 54,5 cm langan á 732-915 m dýpi vestan Víkuráls. Hafáll (Conger conger) í byrjun nóvember veiddist einn hafáll, 122 cm langur, á línu út af Grindavík. Guðlax (Lampris guttatus) Tveir guðlaxar veiddust í ágúst á ár- inu, annar kom í botnvörpu Víðs EA ál30-155 m dýpi í Skeiðarárdjúpi,130 cm og 46 kg. Hinn vóg 28 kg og veiddist í botn- vörpu Sunnutinds NS á Þórsbanka. Þá veiddu japönsk veiðiskip all- marga guðlaxa við túnfiskveiðar sínar innan íslenskrar lögsögu sumarið og haustið 1998. Vogmær (Trachipterus arcticus) í mars veiddi Hamar SH 107 cm vog- mær í botnvörpu á 80 m dýpi út af Patreksfirði Önnur, 110 cm löng veiddist í apríl í grásleppunet Þorleifs EA á 27m dýpi austan Grímseyjar. Þá rak eina á fjörur í Dynjandisvogi í Arnarfirði í byrjun september. Hún mældist 174 cm. Loks veiddist ein í október í botn- vörpu Snorra Sturlusonar út af Látra- grunni. Hún var 146 cm. Dökksilfri (Diretmoides parini) Tveir dökksilfrar veiddust á árinu, í maí veiddist einn 39 cm í botnvörpu Gullvers NS á 455-475 m dýpi utan við Papagrunn. Þá veiddi Snorri Sturluson annan, 29 cm langan, í flot- vörpu á 732 m dýpi og við 4°C vestan við Reykjaneshrygg Ennisfiskur (Piatyberyx opalescens) Tveir ennisfiskar veiddust á árinu, einn 22 cm langur veiddist í febrúar í botnvörpu Brettings Ns í Rósagarði. Annan, 25,5 cm langan, veiddi Snorri Sturluson RE í apríl á 631 m dýpi í flotvörpu á Reykjaneshrygg. Kistufiskur (Scopelogadus beanii) Einn kistufiskur veiddist í apríl á 631 m dýpi í fiotvörpu Snorra Sturlusonar -----------------------AGIR 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.