Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1999, Page 37

Ægir - 01.02.1999, Page 37
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Jón Steinar Ámason og Ásgeir Sigurvins- son, eigendur Sjólistar ehf. Fj arskiptaþróunin er á hraðferð - segir Jón Steinar Árnason hjá Sjólist ehf. f^róunin í fjarskiptum skipa er í Jr fyrirsjáanlegri fraintíð þannig að menn verði með tölvur iiiit borð og geti farið að vild inn á Internetið og notað tölvur eins og í landi. í dag er þetta mögulegt en því fylgir œrinn kostnaður sem mun vafalaust fara lœkkandi, saitthliða fjölgun notenda. Við sjáum mjög liraða uppbyggingu á t.d. Iridium gervihnattasímkerfi og getum reiknað með að gervihnattasímar þyki sjálfsagðir innan fárra ára," segir Jón Steinar Árnason, annar eigenda Sjólistar ehf. í Reykjavík. Fyrirtœkið stofnaði hann á síðasta ári ásamt Ásgeiri Sigurvins- syni, sem betur er þekktur iír knatt- spyrnuheitninum, en báðir starfa við fyrirtœkið þar sem meginverkefhin snúast um sölu og þjónustu við Skanti fjarskipta- og öryggisbúnað, sem Sjólist er umboðsaðili fyrír. „Fjarskiptahlutinn er stærsti þáttur- Skanti tceki úr Scanbridge 1250 GMDSS öryggis- og fjarskiptasamstœðunni. inn hjá okkur í dag og mikið að gerast á því sviði. Þar er fyrst að nefna GMDSS öryggiskerfið sem er tilkomið vegna lagaskyldu á öllum hafsvæðum heims. Hér á landi var gildistöku lag- anna um GMDSS frestað til 1. febrúar á næsta ári en við íslendingar erum ekkert einir um að hafa ekki uppfyllt reglur um GMDSS. Nú í desember var áætlað að um 5000 flutningaskip í heiminum hafi ekki uppfyllt skyldur sínar á þessu sviði og út frá þeirri tölu er hægt að sjá að langt er í land í fiski- skipaflotanum," segir Jón Steinar en hann reiknar með að þegar líður á árið fari eftirspurnin eftir tækjum að aukast jafnt og þétt. „Skanti er að bjóða línu í fjarskipta- tækjum á sviði GMDSS þannig að hægt er að raða einingunum saman eftir því sem hentar best í hverju og einu skipi. Hér við land eru skip á haf- svæði A-2 en ætli þau að fara á haf- svæði A-3 þurfa þau að uppfyllar meiri kröfur um GMDSS búnað en þá getum við uppfært búnaðinn sem er fyrir og breytt samstæðunni yfir í A-3 kerfi. Þetta teljum við einn af stórum kost- unum við Skanti tækin," segir Jón Steinar. Sjólist á í samstarfi við Sínus um uppsetningu á Skanti tækjum og við- gerðarþjónustu. Að meðtöldum þeim starfsmönnum sem vinna við þjónustuna eru starfsmenn Sjólistar fimm til sex talsins. „Ég sé fyrir mér að á næstu misserum muni verkefnin snúast um möguleika gervihnattasímtækninnar. Þróunin er hröð og hún verður ekki stöðvuð," segir Jón Steinar Árnason hjá Sjólist ehf. AGIR 37

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.