Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 37

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 37
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Jón Steinar Ámason og Ásgeir Sigurvins- son, eigendur Sjólistar ehf. Fj arskiptaþróunin er á hraðferð - segir Jón Steinar Árnason hjá Sjólist ehf. f^róunin í fjarskiptum skipa er í Jr fyrirsjáanlegri fraintíð þannig að menn verði með tölvur iiiit borð og geti farið að vild inn á Internetið og notað tölvur eins og í landi. í dag er þetta mögulegt en því fylgir œrinn kostnaður sem mun vafalaust fara lœkkandi, saitthliða fjölgun notenda. Við sjáum mjög liraða uppbyggingu á t.d. Iridium gervihnattasímkerfi og getum reiknað með að gervihnattasímar þyki sjálfsagðir innan fárra ára," segir Jón Steinar Árnason, annar eigenda Sjólistar ehf. í Reykjavík. Fyrirtœkið stofnaði hann á síðasta ári ásamt Ásgeiri Sigurvins- syni, sem betur er þekktur iír knatt- spyrnuheitninum, en báðir starfa við fyrirtœkið þar sem meginverkefhin snúast um sölu og þjónustu við Skanti fjarskipta- og öryggisbúnað, sem Sjólist er umboðsaðili fyrír. „Fjarskiptahlutinn er stærsti þáttur- Skanti tceki úr Scanbridge 1250 GMDSS öryggis- og fjarskiptasamstœðunni. inn hjá okkur í dag og mikið að gerast á því sviði. Þar er fyrst að nefna GMDSS öryggiskerfið sem er tilkomið vegna lagaskyldu á öllum hafsvæðum heims. Hér á landi var gildistöku lag- anna um GMDSS frestað til 1. febrúar á næsta ári en við íslendingar erum ekkert einir um að hafa ekki uppfyllt reglur um GMDSS. Nú í desember var áætlað að um 5000 flutningaskip í heiminum hafi ekki uppfyllt skyldur sínar á þessu sviði og út frá þeirri tölu er hægt að sjá að langt er í land í fiski- skipaflotanum," segir Jón Steinar en hann reiknar með að þegar líður á árið fari eftirspurnin eftir tækjum að aukast jafnt og þétt. „Skanti er að bjóða línu í fjarskipta- tækjum á sviði GMDSS þannig að hægt er að raða einingunum saman eftir því sem hentar best í hverju og einu skipi. Hér við land eru skip á haf- svæði A-2 en ætli þau að fara á haf- svæði A-3 þurfa þau að uppfyllar meiri kröfur um GMDSS búnað en þá getum við uppfært búnaðinn sem er fyrir og breytt samstæðunni yfir í A-3 kerfi. Þetta teljum við einn af stórum kost- unum við Skanti tækin," segir Jón Steinar. Sjólist á í samstarfi við Sínus um uppsetningu á Skanti tækjum og við- gerðarþjónustu. Að meðtöldum þeim starfsmönnum sem vinna við þjónustuna eru starfsmenn Sjólistar fimm til sex talsins. „Ég sé fyrir mér að á næstu misserum muni verkefnin snúast um möguleika gervihnattasímtækninnar. Þróunin er hröð og hún verður ekki stöðvuð," segir Jón Steinar Árnason hjá Sjólist ehf. AGIR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.