Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 34

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 34
RE á Reykjaneshrygg. Hann mældist 13 cm á lengd. Brynstirtla (Trachurus trachurus) í ágústbyrjun veiddust 10 stk. í botn- vörpu á 183-238 metra dýpi í Skeiðar- árdjúpi og voru þrjú mæld 35, 35 og 39 cm. í október veiddust þrjár 34 cm hver í botnvörpu undan Suðurströnd- inni. Hrafn Sveinbjarnarson GK veiddi alla þessa fiska. Rákungur (Sarda sarda) í ágúst veiddist 59 cm rákungur og 1,9 kg þungur, í silunganet í Geirþjófsfirði í Arnarfirði. Hér er um nýja tegund við ísland að ræða og verða það að teljast mikil tíðindi að þessi tegund, sem er meira strandkær en úthafssækin, skuli hafa lagst í langferð yfir úthafið til íslands. Heimkynni rákungs eru í A-Atlants- hafi frá Bretlandseyjum (og Norðursjó þar sem hann er flækingur) allt suður til S-Afríku, að ógleymdu Miðjarðar- hafi. í V-Atlantshafi er hann frá Nýja- Skotlandi suður í Mexíkóflóa og við S- Ameríku. Rákungur telst til sömu ætt- ar (Scombridae) og makríll og túnfisk- ur. Makríll (Scomber scombrus) Einn makríll veiddist í byrjun ágúst í botnvörpu Hrafns Sveinbjarnarsonar á 183-238 metra dýpi í Skeiðarárdjúpi. Hann mældist 42 cm. Veiðiskipið Rs. Árni Friðriksson RE. veiddi annan á 33-35 m dýpi í Garðsjó um miðjan september. Sá mældist 31 cm langur. Bláskoltur (Brotulotaenia crassa) í byrjun júlí veiddist í flotvörpu Snorra Sturlusonar RE fiskur þessarar tegundar á 732m dýpi vestan við Reykjaneshrygg og mældist hann 71 cm. Þetta er ný tegund á íslandsmið- um. Kambhríslingur (Chirolophis ascanii) í júlí veiddust í lirfuháf á rs. Bjarna Karfalingur (Setarches guentheri) í janúar veiddist 16,5 cm karfa- lingur í botnvörpu Hrafns Svein- bjarnarsonar sunnan Vestmanna- eyja. Þetta mun vera þriðji fiskur þessarar tegundar sem veiðist á Is- landsmiðum. Sá fyrsti veiddist 1994 og sá næsti áriðl996. Þeim fer því hægt fjögandi. Sæmundssyni tvær kamhríslingslirfur. Önnur veiddist í Húnaflóa og hin undan Austfjörðum Flathaus (Cataetyx laticeps) Einn fiathaus veiddist í apríllok í flot- vörpu Snorra Sturlusonar RE á 732 m dýpi á Reykjaneshrygg og mældist hann 66 cm. Drurnbur (Thalassobathia pelagica) í apríl veiddust 8 stk. 24-36 cm á 631- 732 m dýpi vestan við Reykjanes- hrygg. í júlí veiddist einn 23,5 cm langur á svipuðum slóðum og í september veiddist einn 31 cm langur á 824 m dýpi vestur af Jökli Fiskar þessir komu allir í flotvörpu togarans Snorra Sturlusonar RE. Tegund þessi hefur fundist í NA-Ati- antshafi m.a. djúpt undan SV strönd írlands, suðvestan Portúgals, vestan Gíbraltarsunds, við Madeira og Græn- höfðaeyjar. Einnig undan S-Afríku og í vestanverðu Atlantshafi. Sníkir (Echiodon drummondi) í október veiddust þrír fiskar þessarar tegundar í botnvörpu rs Bjarna Sæ- mundssonar á 219-182 m dýpi á Papa- grunni. Lengd þeirra var 28,6 cm, 28,6 cm og 29 cm. Þessi tegund fannst fyrst hér við land árið 1956. Nokkrir svona fiskar sáust gubbast út úr sæbjúgum í leiðangri Hafrannsóknastofnunar fyrir nokkrum árum einhversstaðar undan Suður- eða Suðvesturlandi. Gráröndungur (Chelon labrosus) í júlílok veiddist 45 cm gráröndungur í ósi Laxár á Skógarströnd (Hvamms- fjörður). Svartgóma (Helicolenus dactylopterus) Tvær svargómur veiddust á árinu, önnur í janúar, 16,5 cm löng, í botn- vörpu á 549-796 m dýpi suður af Vest- mannaeyjum og hin í október, 32 cm á lengd, í botnvörpu í utanverðu Grindavíkurdjúpi. Hrafn Sveinbjarnarson GK veiddi báða þessa fiska. Urrari (Eutrigla gumardus) í janúar veiddust fjórir urrarar 31-34 cm í botnvörpu á 220 m dýpi við aust- anverðan Reykjaneshrygg og í febrúar veiddust tveir 33 og 38 cm langir í botnvörpu á Reykjaneshrygg. Veið- skipið Snorri Sturluson RE veiddi báða þessa fiska. Tómasarhnýtill (Cottunculus thomsonii) í janúar veiddust tveir 12 og 15 cm langir í botnvörpu Hrafns Sveinbjarn- arsonar á 458-750 m dýpi sunnan Vestmannaeyja og í febrúar veiddist einn 20,5 cm langur í botnvörpu Snorra Sturlusonar á Reykjaneshrygg (Stóri?) sogfiskur (Liparis liparis) í september veiddi Dröfn RE 33 cm sogfisk í rækjuvörpu á 209-298 m dýpi í Skjálfandadjúpi í byrjun október veiddist 29,5 cm sogfiskur í botnvörpu Snorra Sturlu- sonará 439 m dýpi út af Barðagrunni, sem gæti hafa komið úr maga annars fisks. Báðir þessir fiskar höfðu öll ein- 34 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.