Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1999, Side 34

Ægir - 01.02.1999, Side 34
RE á Reykjaneshrygg. Hann mældist 13 cm á lengd. Brynstirtla (Trachurus trachurus) í ágústbyrjun veiddust 10 stk. í botn- vörpu á 183-238 metra dýpi í Skeiðar- árdjúpi og voru þrjú mæld 35, 35 og 39 cm. í október veiddust þrjár 34 cm hver í botnvörpu undan Suðurströnd- inni. Hrafn Sveinbjarnarson GK veiddi alla þessa fiska. Rákungur (Sarda sarda) í ágúst veiddist 59 cm rákungur og 1,9 kg þungur, í silunganet í Geirþjófsfirði í Arnarfirði. Hér er um nýja tegund við ísland að ræða og verða það að teljast mikil tíðindi að þessi tegund, sem er meira strandkær en úthafssækin, skuli hafa lagst í langferð yfir úthafið til íslands. Heimkynni rákungs eru í A-Atlants- hafi frá Bretlandseyjum (og Norðursjó þar sem hann er flækingur) allt suður til S-Afríku, að ógleymdu Miðjarðar- hafi. í V-Atlantshafi er hann frá Nýja- Skotlandi suður í Mexíkóflóa og við S- Ameríku. Rákungur telst til sömu ætt- ar (Scombridae) og makríll og túnfisk- ur. Makríll (Scomber scombrus) Einn makríll veiddist í byrjun ágúst í botnvörpu Hrafns Sveinbjarnarsonar á 183-238 metra dýpi í Skeiðarárdjúpi. Hann mældist 42 cm. Veiðiskipið Rs. Árni Friðriksson RE. veiddi annan á 33-35 m dýpi í Garðsjó um miðjan september. Sá mældist 31 cm langur. Bláskoltur (Brotulotaenia crassa) í byrjun júlí veiddist í flotvörpu Snorra Sturlusonar RE fiskur þessarar tegundar á 732m dýpi vestan við Reykjaneshrygg og mældist hann 71 cm. Þetta er ný tegund á íslandsmið- um. Kambhríslingur (Chirolophis ascanii) í júlí veiddust í lirfuháf á rs. Bjarna Karfalingur (Setarches guentheri) í janúar veiddist 16,5 cm karfa- lingur í botnvörpu Hrafns Svein- bjarnarsonar sunnan Vestmanna- eyja. Þetta mun vera þriðji fiskur þessarar tegundar sem veiðist á Is- landsmiðum. Sá fyrsti veiddist 1994 og sá næsti áriðl996. Þeim fer því hægt fjögandi. Sæmundssyni tvær kamhríslingslirfur. Önnur veiddist í Húnaflóa og hin undan Austfjörðum Flathaus (Cataetyx laticeps) Einn fiathaus veiddist í apríllok í flot- vörpu Snorra Sturlusonar RE á 732 m dýpi á Reykjaneshrygg og mældist hann 66 cm. Drurnbur (Thalassobathia pelagica) í apríl veiddust 8 stk. 24-36 cm á 631- 732 m dýpi vestan við Reykjanes- hrygg. í júlí veiddist einn 23,5 cm langur á svipuðum slóðum og í september veiddist einn 31 cm langur á 824 m dýpi vestur af Jökli Fiskar þessir komu allir í flotvörpu togarans Snorra Sturlusonar RE. Tegund þessi hefur fundist í NA-Ati- antshafi m.a. djúpt undan SV strönd írlands, suðvestan Portúgals, vestan Gíbraltarsunds, við Madeira og Græn- höfðaeyjar. Einnig undan S-Afríku og í vestanverðu Atlantshafi. Sníkir (Echiodon drummondi) í október veiddust þrír fiskar þessarar tegundar í botnvörpu rs Bjarna Sæ- mundssonar á 219-182 m dýpi á Papa- grunni. Lengd þeirra var 28,6 cm, 28,6 cm og 29 cm. Þessi tegund fannst fyrst hér við land árið 1956. Nokkrir svona fiskar sáust gubbast út úr sæbjúgum í leiðangri Hafrannsóknastofnunar fyrir nokkrum árum einhversstaðar undan Suður- eða Suðvesturlandi. Gráröndungur (Chelon labrosus) í júlílok veiddist 45 cm gráröndungur í ósi Laxár á Skógarströnd (Hvamms- fjörður). Svartgóma (Helicolenus dactylopterus) Tvær svargómur veiddust á árinu, önnur í janúar, 16,5 cm löng, í botn- vörpu á 549-796 m dýpi suður af Vest- mannaeyjum og hin í október, 32 cm á lengd, í botnvörpu í utanverðu Grindavíkurdjúpi. Hrafn Sveinbjarnarson GK veiddi báða þessa fiska. Urrari (Eutrigla gumardus) í janúar veiddust fjórir urrarar 31-34 cm í botnvörpu á 220 m dýpi við aust- anverðan Reykjaneshrygg og í febrúar veiddust tveir 33 og 38 cm langir í botnvörpu á Reykjaneshrygg. Veið- skipið Snorri Sturluson RE veiddi báða þessa fiska. Tómasarhnýtill (Cottunculus thomsonii) í janúar veiddust tveir 12 og 15 cm langir í botnvörpu Hrafns Sveinbjarn- arsonar á 458-750 m dýpi sunnan Vestmannaeyja og í febrúar veiddist einn 20,5 cm langur í botnvörpu Snorra Sturlusonar á Reykjaneshrygg (Stóri?) sogfiskur (Liparis liparis) í september veiddi Dröfn RE 33 cm sogfisk í rækjuvörpu á 209-298 m dýpi í Skjálfandadjúpi í byrjun október veiddist 29,5 cm sogfiskur í botnvörpu Snorra Sturlu- sonará 439 m dýpi út af Barðagrunni, sem gæti hafa komið úr maga annars fisks. Báðir þessir fiskar höfðu öll ein- 34 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.