Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 47

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 47
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Haraldur Böðvarsson hf. gerir fyrir út 7 skip, þ.e. nótaveiðiskipin Víking AK-100, Elliða GK-445, skuttogarana Höfrung 111 AK-250, Harald Böðvars- son AK-12, Sturlaug Böðvarsson AK- 10, Svein Jónsson KE-9 og vertíðarbát- inn Jón Gunnlaugs GK-444. Skipstjórar Óla í Sandgerði AK eru tveir, þeir Gunnlaugur Jónsson og Marteinn Einarsson, Ágúst Símonar- son er yfirvélstjóri, útgerðarstjóri er Sveinn Sturlaugsson og framkvæmda- stjóri Haraldur Sturlaugsson. Skipið fer fyrst um sinn til veiða með loðnunót en í vor verður það gert klárt til kolmunnaveiða með flottroll. Örstutt saga Óla í Sandgerði AK Skipið hét áður M/S Innovation Lie, smíðað fyrir Lie Management á Sotra í Noregi og afhent um mitt ár 1998. Skipið er nýsmíði nr. 62 frá skipa- smíðastöðinni Eidsvik Skipsbyggeri í Uskedalen en skrokkur þess var smíð- aður í Póllandi hjá Northern Shipyard. Innovation Lie var í síldarflutningum en að öðru leyti verkefnalítið í noskri lögsögu og því sett á söluskrá. Skipið var málað fyrir heimkomu. Helstu breytingar eftir heimkomu Eftir að skipið kom til heimahafnar var hafist handa við að útbúa það til loðnuveiða. í vélarúmi var vélgæslu- klefa komið fyrir og aðalvél skipsins skoðuð. Eftir loðnuvertíðina er fyrir- hugað að setja niður sérstakar 50 tonna flottrollsvindur frá Rapp á und- irstöður snurpuvindanna. Snurpu- vindurnar verða færðar til og komið fyrir þvert á snurpugála fyrir aftan fyr- irhugaðar togvindur. Þá verður skut- gálga breytt og hann endurbættur með hlerastólum fyrir toghlera flottrollsins. Almenn lýsing Skipið er sérhæft tog- og nótaveiði- skip.. Vik og Sandvik AS teiknaði skip- ið, og smíðin var undir eftirliti og í flokkun „Det Norske Veritas"+ 1A1- Fisching vessel S. Bandbil skips- skrokksins, sem er úr stáli, er 0,6 m og hönnunardjúprista er 6 m. Lestar skipsins eru þrjár, allar útbúnar sem sjókælitankar með lang- og þver- skipsþiljum, alls 11 tankar. Fyrirkomulag Skipið er með tvö þilför stafna á milli, sex vatnsþétt þverskipsþil undir neðra þilfari, peru á stefni undir sjólínu og gafllagaðan skut. Þilfarshús og reist brú er á afturskipi á efra þilfari og nótakassi aftast á aðalþilfari. Aftur- hluti aðalþilfars yfir vélarúmi er reist- ur. Botn skipsins er tvöfaldur að véla- rúmi og í holrýminu eru tankar fyrir eldsneyti og kjölfestu. Þeir eru, taldir framan frá: stafnhylki fyrir sjó, þá að- gengilegt sónar-, kælivéla- og bóg- skrúfurými, eldsneytistankar, vélarúm með ýmsum geymum og eldsneytis- geymar í skut. Fremst á aðalþilfari er geymsla og keðjukassi. Miðskips fyrir framan lest- arþil er stigahús upp á efra þilfar og rými fyrir rafknúnar spildælur og vél- búnað lofttæmidælu (vakumdælu). Lestar skipsins eru þrjár með göng- um úti í báðum síðum á aðalþilfari. í Helstu mál og stærðir Aðalmál: Mesta lengd (Loa)...................................................60,90 m Lengd milli lóðlína.................................................55,00 m Breidd (mótuð)......................................................11,60 m Dýpt að efra þilfari.................................................7,00 m Dýpt að neðra þilfari................................................4,50 m Rými og stærðir: Eigin þyngd......................................................916 tonn Særými við 6,0 m djúpristu um..................................-2400 tonn Lestarými..............................................................1210 m3 Brennsluolíugeymar......................................................250 m3 Kjölfestugeymar..........................................................23 m3 Stafnhylki (sjór)........................................................22 m3 Ferskvatnsgeymar....................................................51,6 m3 Andveltigeymir.....................................................79,8 m3 Mæling: Brúttó rúmlestir...................................................547,29 Brúttótonn.............................................................1103 Nettótonn..............................................................331 Hraði í reynslusiglingu..........................................17 hnútar Rúmtala...........................................................2871,0 m3 Skipaskrárnúmer........................................................2334 Áætlaður aflvísir.....................................................12384 Áætluð bryggjuspyrna...............................................61 tonn M31R 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.