Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1999, Qupperneq 47

Ægir - 01.02.1999, Qupperneq 47
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Haraldur Böðvarsson hf. gerir fyrir út 7 skip, þ.e. nótaveiðiskipin Víking AK-100, Elliða GK-445, skuttogarana Höfrung 111 AK-250, Harald Böðvars- son AK-12, Sturlaug Böðvarsson AK- 10, Svein Jónsson KE-9 og vertíðarbát- inn Jón Gunnlaugs GK-444. Skipstjórar Óla í Sandgerði AK eru tveir, þeir Gunnlaugur Jónsson og Marteinn Einarsson, Ágúst Símonar- son er yfirvélstjóri, útgerðarstjóri er Sveinn Sturlaugsson og framkvæmda- stjóri Haraldur Sturlaugsson. Skipið fer fyrst um sinn til veiða með loðnunót en í vor verður það gert klárt til kolmunnaveiða með flottroll. Örstutt saga Óla í Sandgerði AK Skipið hét áður M/S Innovation Lie, smíðað fyrir Lie Management á Sotra í Noregi og afhent um mitt ár 1998. Skipið er nýsmíði nr. 62 frá skipa- smíðastöðinni Eidsvik Skipsbyggeri í Uskedalen en skrokkur þess var smíð- aður í Póllandi hjá Northern Shipyard. Innovation Lie var í síldarflutningum en að öðru leyti verkefnalítið í noskri lögsögu og því sett á söluskrá. Skipið var málað fyrir heimkomu. Helstu breytingar eftir heimkomu Eftir að skipið kom til heimahafnar var hafist handa við að útbúa það til loðnuveiða. í vélarúmi var vélgæslu- klefa komið fyrir og aðalvél skipsins skoðuð. Eftir loðnuvertíðina er fyrir- hugað að setja niður sérstakar 50 tonna flottrollsvindur frá Rapp á und- irstöður snurpuvindanna. Snurpu- vindurnar verða færðar til og komið fyrir þvert á snurpugála fyrir aftan fyr- irhugaðar togvindur. Þá verður skut- gálga breytt og hann endurbættur með hlerastólum fyrir toghlera flottrollsins. Almenn lýsing Skipið er sérhæft tog- og nótaveiði- skip.. Vik og Sandvik AS teiknaði skip- ið, og smíðin var undir eftirliti og í flokkun „Det Norske Veritas"+ 1A1- Fisching vessel S. Bandbil skips- skrokksins, sem er úr stáli, er 0,6 m og hönnunardjúprista er 6 m. Lestar skipsins eru þrjár, allar útbúnar sem sjókælitankar með lang- og þver- skipsþiljum, alls 11 tankar. Fyrirkomulag Skipið er með tvö þilför stafna á milli, sex vatnsþétt þverskipsþil undir neðra þilfari, peru á stefni undir sjólínu og gafllagaðan skut. Þilfarshús og reist brú er á afturskipi á efra þilfari og nótakassi aftast á aðalþilfari. Aftur- hluti aðalþilfars yfir vélarúmi er reist- ur. Botn skipsins er tvöfaldur að véla- rúmi og í holrýminu eru tankar fyrir eldsneyti og kjölfestu. Þeir eru, taldir framan frá: stafnhylki fyrir sjó, þá að- gengilegt sónar-, kælivéla- og bóg- skrúfurými, eldsneytistankar, vélarúm með ýmsum geymum og eldsneytis- geymar í skut. Fremst á aðalþilfari er geymsla og keðjukassi. Miðskips fyrir framan lest- arþil er stigahús upp á efra þilfar og rými fyrir rafknúnar spildælur og vél- búnað lofttæmidælu (vakumdælu). Lestar skipsins eru þrjár með göng- um úti í báðum síðum á aðalþilfari. í Helstu mál og stærðir Aðalmál: Mesta lengd (Loa)...................................................60,90 m Lengd milli lóðlína.................................................55,00 m Breidd (mótuð)......................................................11,60 m Dýpt að efra þilfari.................................................7,00 m Dýpt að neðra þilfari................................................4,50 m Rými og stærðir: Eigin þyngd......................................................916 tonn Særými við 6,0 m djúpristu um..................................-2400 tonn Lestarými..............................................................1210 m3 Brennsluolíugeymar......................................................250 m3 Kjölfestugeymar..........................................................23 m3 Stafnhylki (sjór)........................................................22 m3 Ferskvatnsgeymar....................................................51,6 m3 Andveltigeymir.....................................................79,8 m3 Mæling: Brúttó rúmlestir...................................................547,29 Brúttótonn.............................................................1103 Nettótonn..............................................................331 Hraði í reynslusiglingu..........................................17 hnútar Rúmtala...........................................................2871,0 m3 Skipaskrárnúmer........................................................2334 Áætlaður aflvísir.....................................................12384 Áætluð bryggjuspyrna...............................................61 tonn M31R 47

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.