Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 25

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 25
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Mjöltankamir á Norðfirði em sex talsins og var byggt mjölhús ofan á þá þar sem komið er fyrir lögnum og öðrum búnaði. unum, sett hágæðamjölið í einn tank, lakara mjölið í annan, og svo framveg- is. Dæling milli tanka geri okkur kleift að blanda mjöl þannig að nákvæmlega sé náð kröfum kaupenda og að gæðin séu jöfn. Þetta á að gera að verkum að úr mjölinu náist hámarksverðmæti. Þegar um er að ræða verksmiðjur sem framleiða úr tugum þúsunda tonna á einni vertíð þá erum við að tala um ótrúlegar fjárhæðir," segir Guðmundur. Búnaður sem borgar sig fljótt upp Á Norðfirði var byggt upp útskipunar- kerfi við hlið mjöltankanna og beint út í skip. Guðmundur segir að þetta þýði að í lokuðu ferli í gegnum verksmiðj- una, mjölgeyma og í útskipun og þar með verði hætta á t.d. salmonellasýk- ingu í algjöru lágmarki. Búnaðurinn spari einnig mannskap og tæki við út- skipun. „Ég er ekki vafa um að á góðri vertíð geta verksmiðjurnar fljótt náð upp í kostnað við mjölkerfin. Þess utan þá má líka benda á að þegar við höfum haft birgðir verksmiðjanna nánast fyrir augunum í sekkjageymslunum þá hef- ur kaupendum reynst auðvelt að meta hvenær hægt sé að ná verði niður vegna mikilla birgða. Menn hafa orðið að selja á óþarflega lágu verði og ég tel að mjöltankarnir okkar gefi verksmiðj- urnar meira svigrúm," segir Guðmund- ur. HB-verksmiðjan betri en þær bestu í Noregi Þótt mjölkerfið hafi verið þróað að norskri fyrirmynd þá fullyrðir Guð- mundur að margar íslensku mjölverk- smiðjanna standi framar en bestu verk- smiðjur í Noregi. „Þetta á til dæmis við um verksmiðj- una sem við byggðum upp hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi. Flestar ís- lenskar verksmiðjur eru áþekkar því sem best gerist í Noregi en ég bendi á að við eigum ekki aðeins að miða okk- ur við Norðmenn því Suður-Ameríku- menn hafa verið að sækja sig mjög í mjöliðnaðinum og gera eftirtektar- verða hluti sem rétt er að hafa gætur á." Skipsskrúfur þéttar í sjó Meðal nýrra þjónustuþátta sem Héð- inn Smiðja hf. er að taka upp um þess- ar mundir er svokölluð Simplex-tækni sem notuð er við þéttingu á skrúfuöxl- um skipa án þess að taka þurfi þau í slipp. Guðmundur segir að Héðinn Smiðja hafi einnig sent starfsmann til þjálfunar í eftirliti og viðhaldi katla í mjölverksmiðjum en þeim þætti hafi of lítið verið sinnt hér á landi. „Við- hald og eftirlit með kötlunum er ör- yggismál en líka mikilsvert atriði í rekstri verksmiðjanna. Báðir nýju þjónustuþættirnir eru dæmi um hvern- ig við viljum efla þjónustuna; við leggjum mikið upp úr starfsþjálfun er- lendis og að okkar menn búi yfir sér- þekkingu sem ekki sé annars staðar að finna á markaðnum," segir Guðmund- ur. Grunnurinn lagður 1922 Verkefni Héðins Smiðju á erlendri grund hafa verið vaxandi á undanförn- um árum og Guðmundur segir þeim verða fylgt eftir eins og hægt er. „Til okkar hefur verið leitað eftir mannskap til verkefna þar sem Ulstein-búnaður kemur við sögu. Okkar mannskapur er vel þekktur hjá umboðsaðilum Ulstein erlendis og sótt í að fá okkar menn til verkefna. Okkar markmið snúast ekki um að stórauka erlend verkefni en við fylgjum þeim eftir eins og hægt er." Héðinn Smiðja er á vaxtarlista Verð- bréfaþings íslands og fór gengi fyrir- tækisins hækkandi á fyrra ári. Hluthaf- ar í fyrirtækinu eru um 60 talsins en Héðinn Smiðja er eitt þriggja sjálfstæðra fyrirtækja sem stofnuð voru upp úr Héðni hf. sem stofnað var árið 1922. Hin fyrirtækin eru Garðastál og Héðinn Verslun hf. ÆGJIR 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.