Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 48

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 48
stjórnborðsgangi eru rafknúnar vökva- dælur fyrir blakkir og þilfarskrana. Inn- angengt er frá íbúðum fram á ganginn um verkstæði og fram í stefni. í bak- borðsgangi eru rör og útbúnaður fyrir lofttæmidælu. Aftan við lestar er aðal- þilfarið reist og þar eru íbúðir; og aftast stjórnborðsmegin er svo nótakassi. Fremst á efra þilfari eru akkerisvind- ur, þá snurpuvindur og milli þeirra stigahús niður á aðalþilfar. Sambyggt stigahúsinu er ljósamastur. Á þilfarinu eru löndunar- og dælukranar ásamt skjóskilju og slöngutromlu. í þilfars- húsi eru borðsalur og setustofa, eldhús, matvælageymslur, stakkageymsla og verkstæði. Flottrollstromia og nótanið- urleggjari er aftan við íbúðir. Undir borðsal og setustofu eru tveir andveiti- geymar. íbúðir og aðstaða fyrir áhöfn í skipinu eru klefar fyrir 15 manns á aðalþilfari í fimm tveggja manna klef- um og fjórum eins manns klefum, og sjúkraklefa. Allir klefar og íbúðir eru með sér snyrtingu. Aðalþilfar Fremst á aðalþilfari bakborðsmegin er íbúð skipstjóra, þar aftan við íbúð stýrimanns, þá þvottaherbergi og vélareisn. íbúð yfirvélstjóra er næst, þá eins manns klefi, tveggja manna klefi og aftast er stýrisvélarúm ásamt geymslu. Fyrirhugað er að útbúa að- stöðu með þrektækjum í hluta af rúm- miklu stýrisvélarými. Stjórnborðsmeg- in fremst er verkstæði með stigahúsi niður í vél og útgang fram á aðalþilfar. Aftan við verkstæði eru fjórir tveggja manna klefar. íbúðir eru einangraðar með steinull og klæddar með eldtefj- andi plastþiljum frá Fibo. Efra þilfar Þilfarshúsið er byggt út í siðu bak- borðsmegin að þilfarsgangi út í stjórn- borðsíðu. í þilfarshúsinu er gengið inn af báta- þilfari inn í stakkageymslu að aftan og þaðan um gang inn í setustofu. Inn af stakkageymslunni er snyrting. Fremst í húsinu er borðsalur bakborðsmegin sambyggður leðurklæddri setustofa stjórnborðsmegin. Aftan við borðsal er eldhús, þá geymslur fyrir kost, sem skiptast í kæligeymslu, frystigeymslu og búr. Aftast í húsinu eru geymsla og skor- steinshús. Miðskips eru stigahús og sjúkraklefi aftast. Brú Brúin er á reisn, átthyrnd og í stjórn- pallsstíl með útsýni til allra átta. Stjórnborðsmegin í brúnni eru ýmis stjórntæki, siglingatæki og fiskileitar- tæki í þar til gerðu stjórnborði. Korta- borð er í miðju skipsins og í afturbrú er f * '! •’ / T/*r Óli í Sandgerði Vélaviðgerðir ✓ Plötusmíði ✓ Smíði úr jámi og áli ✓ Slipptökur og máluing r i Á ÞORGEIR 8. ELLERT HF. Bakkatúni 26 • 300 Akranesi • Sími 430 2000 • Fax 430 2001 Netfang: skaginn@skaginn.is • Veffang: www.skaginn.is 48 mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.