Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1999, Side 33

Ægir - 01.02.1999, Side 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI stuttnefshrygnu á Suðausturmiðum og í ágúst veiddi Hrafn Sveinbjarnarson GK stuttnef á 769-1153 m dýpi vestan Víkuráls. Er það sennilega lengsti fisk- ur þessarar tegundar sem veiðst hefur á íslandsmiðum. Hann mældist 138 cm. Norræna gulldepla (Maumlicus muelleri) í janúar veiddi Hrafn Sveinbjarnarson eina 6,5 cm langa norræna gulldeplu í botnvörpu á 458-750 m dýpi suður af Vestmannaeyjum. Þráðskeggur (Melanostomias bartonbeani) Um miðjan apríl veiddist 26 cm þráð- skeggur í flotvörpu á 659-677 m dýpi vestan við Reykjaneshrygg. Annar 26 cm veiddist í desember á 824 m dýpi í Grænlandshafi vestur af Reykjanesi Togarinn Snorri Sturluson RE veiddi báða þessa fiska. Alls munu hafa veiðst 7 fiskar þess- arar tegundar á íslandsmiðum til þessa og sá fyrsti árið 1991. Uthafsangi (,,Maulisia"microlepis) Rs Bjarni Sæmundsson RE. veiddi í maí einn 13 cm langan úthafsanga í flotvörpu á 650 m dýpi í utanverðu Grindavíkurdjúpi. Fagurserkur (Beryx splendens) Tveir slíkir veiddust í byrjun apríl í flotvörpu á 403 m dýpi suðvestur af Reykjanesi Þeir voru 23,5 og 35 cm langir. Þá veiddist einn í júní 27,5 cm langur í flotvörpu á 549 m dýpi rétt við 200 sjómílna mörkin vestan við Reykja- neshrygg. Togarinn Snorri Sturluson RE veiddi alla þessa fiska. Loks veidd- ist einn 49 cm langur í ágúst í botn- vörpu Brettings NS sunnan við Litla- djúp. Marsilfri (Diretmus argentus) Snorri Sturluson RE veiddi í apríl einn marsilfri í flotvörpu á 732 m dýpi á Reykjaneshrygg Hann var 2,5 cm. langur. Silfurbrami (Pteiycombus brama) Fjórir silfurbramar veiddust á ár- inu. í maí veiddist 47 cm silfurbrami í flotvörpu Vigra RE á 550-730 m dýpi á Reykjaneshrygg. Hólmaborg SU veiddi einn í sept- ember í kolmunnavörpu á 330 m dýpi í Rósagarði. Sá var 39,5 cm langur. Tveir veiddust í október í kol- munnaflotvörpu á Rósagarði. Þeir voru 39 og 44,5 cm langir og var það Bjarni Ólafsson AK sem veiddi þá. Stóri földungur (Aiepisaurus ferox) Tveir fiskar af tegundinni stóri föld- ungur veiddust á árinu, einn 146 cm langur í flotvörpu Snorra Sturlusonar í apríl á 631 m dýpi á Reykjaneshrygg. Annar 140 cm veiddist í lok sept- ember í flotvörpu Höfrungs II AK á 586-695 m dýpi suðvestur af Faxa- djúpi. Þá fréttist af nokkrum sem japönsk túnfiskveiðiskip voru að veiða á línu djúpt undan Suðurlandi. Lýr (Pollachius pollachius) í aprílbyrjun veiddi Snætindur ÁR fjórtán ára gamla hrygnu af lýrateg- und, 82 cm langa, 6,25 kg á þyngd og alveg komna að hrygningu, í net á 110 metra dýpi á Selvogsbanka Gapaldur (Eurypharynx pelecanoides) Fyrri hluta árs veiddi Hrafn Svein- bjarnarson GK einn 54,5 cm langan á 732-915 m dýpi vestan Víkuráls. Hafáll (Conger conger) í byrjun nóvember veiddist einn hafáll, 122 cm langur, á línu út af Grindavík. Guðlax (Lampris guttatus) Tveir guðlaxar veiddust í ágúst á ár- inu, annar kom í botnvörpu Víðs EA ál30-155 m dýpi í Skeiðarárdjúpi,130 cm og 46 kg. Hinn vóg 28 kg og veiddist í botn- vörpu Sunnutinds NS á Þórsbanka. Þá veiddu japönsk veiðiskip all- marga guðlaxa við túnfiskveiðar sínar innan íslenskrar lögsögu sumarið og haustið 1998. Vogmær (Trachipterus arcticus) í mars veiddi Hamar SH 107 cm vog- mær í botnvörpu á 80 m dýpi út af Patreksfirði Önnur, 110 cm löng veiddist í apríl í grásleppunet Þorleifs EA á 27m dýpi austan Grímseyjar. Þá rak eina á fjörur í Dynjandisvogi í Arnarfirði í byrjun september. Hún mældist 174 cm. Loks veiddist ein í október í botn- vörpu Snorra Sturlusonar út af Látra- grunni. Hún var 146 cm. Dökksilfri (Diretmoides parini) Tveir dökksilfrar veiddust á árinu, í maí veiddist einn 39 cm í botnvörpu Gullvers NS á 455-475 m dýpi utan við Papagrunn. Þá veiddi Snorri Sturluson annan, 29 cm langan, í flot- vörpu á 732 m dýpi og við 4°C vestan við Reykjaneshrygg Ennisfiskur (Piatyberyx opalescens) Tveir ennisfiskar veiddust á árinu, einn 22 cm langur veiddist í febrúar í botnvörpu Brettings Ns í Rósagarði. Annan, 25,5 cm langan, veiddi Snorri Sturluson RE í apríl á 631 m dýpi í flotvörpu á Reykjaneshrygg. Kistufiskur (Scopelogadus beanii) Einn kistufiskur veiddist í apríl á 631 m dýpi í fiotvörpu Snorra Sturlusonar -----------------------AGIR 33

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.