Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1999, Page 36

Ægir - 01.02.1999, Page 36
kjálkastirnir (Gonostoma elongatum), slóans gelgja (Chauliodus sloani), marsnákur (Stomias boa ferox), kolskeggur (Trigonolampa miriceps), kolbíldur (Maiacosteus niger), gljá- laxsíld (Lampadena specuiigera), litla geirsíli (Arctozenus rissoi), digra geirsíli (Magnisudis atlantica), trjónuáll (Serrivomer beani), álsnípa (Nemiclithys scolopaceus), brodda- bakur (Notacanthus chemnitzii), litla brosma (Phycis blennoides), blákjafta (Rhinonemus cimbrius), fjólumóri (Antimora rostrata), silf- urþvari (Halargyreus johnsonii), bjúgtanni (Anopiogaster comuta), glymir (Epigonus tel- escopus), Stinglax (Aphanopus carbo), krækill (Artediellus atlanticus) Og marhnýtill (Cott- unculus microps.) Til viðbótar ofangreindum fiskum sem allir veiddust innan 200 sjómílna lögsögunnar eða rétt við hana fengust nokkrir sjaldséðir fiskar utan lögsög- unnar í leiðangri rs. Bjarna Sæmunds- sonar í maí. Þeirra á meðal eru (Ev- ermanella balbo ) sem ekki hefur feng- ið íslenskt nafn ennþá en þrír veiddust djúpt suðvestur af landinu. Vom þeir 10-11 cm langir að sporði. Spjótáll (Serrivomer brevidentatus), nefáll (Nessorhamp- hus ingolfianus), 68 cm, deplagleypir (Pseu- doscopelus aitipinnis) og karfalingur (etarches guentheri) 15 cm. Nefáll hefur fundist innan 200 sjómílna markanna og var það árið 1997 en þá veiddust tveir 52 og 64 cm á Reykjaneshrygg, einnig deplagleypir (1996) og karfalingur (1994). Þá veiddist óhemju stór þorskur, 170 cm langur undan SA-landi í apríl og í júlí veiddist 80 cm skarkoli í Eaxa- flóa. Hann var 18 ára gamall. Einnig barst grár karfi, 39 cm lang- ur sem veiddist í utanverðu Grinda- víkurdjúpi og hvítar, rauðar og gular grálúður af miðunum vestan við land- ið. Loks má geta nokkurra hryggleys- ingja sem við fengum til athugunar en þeir voru kórall (Stephanotrochus diadema (vantar nafh á íslensku)) sem fékkst sunnan Vestmannaeyja á 458-750 m dýpi, smákrabbi að nafni agnarögn Kjáni (Chaunax sp.) Hrafn Sveinbjarnarson GK veiddi einn kjána í gulllaxvörpu á 304-403 m dýpi í júní suður af Surtsey. Hann mældist 16 cm á lengd og er þetta þriðji fiskur þessarar tegundar sem á íslandsmiðum veiðist. Sá fyrsti veiddist í nóvember 1997 sunnan Vestmannaeyja og mældist 9,5 cm, annar sem var 15 cm fékkst í desem- ber sama ár á Reykjaneshrygg. Flest bendir til þess að hér sé um tegundina C. suttkusi að ræða (Gnathophausia sp.) veiddist vestan við Reykjaneshrygg á 732 m dýpi, gler- rækja (Pasiphaea multidentada) fékkst einnig á sömu slóðum, skarlatsrækja (Plesiopeneus edwardsianus) veiddist á utan- verðu Hampiðjutorgi fyrir vestan landið, tenglingur (Munida tenuimana) kom af miðunum sunnan Vestmanna- eyja, blindkrabbi (áður kallaður blindrækja), Stereomastis sculpta veiddist á 631 m dýpi á Reykjanes- hrygg, sundkrabbi (Macropipus holsatus) fékkst einnig á Reykjaneshrygg, tinda- krabbi (Neolithodes grimaldii) veiddist á línu á 1464 m dýpi í vesturkanti Reykjaneshryggs í september, nokkrir beitusmokkar bárust og krossfiskarnir (Psiiaster andromeda, Radiaster tizardi og Pseudarchaster parelii) veiddust í janúar í botnvörpu sunnan Vestmannaeyja á 458-750 m dýpi. Þeir sem sendu fiska og/eða upplýs- ingar um þá fá kærar þakkir og viljum við sérstaklega geta þeirra Aðalsteins Einarssonar, Þingeyri, Halls Gunnars- sonar, Grindavík, Helga Leifssonar, Eskifirði og Magnúsar Þorsteinssonar, Hafnarfirði. Helstu heimildir: Bjami Sæmundsson. 1926. Fiskarnir (Pisces Islandiae). íslensk dýr I. Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssoanr. xvi+528 bls. Gunnar Jónsson. 1992. fslenskir fisk- ar. 2. útg. aukin. Fjölvaútgáfan. 586 bls. Gunnar Jónsson, Jakob Magnússon, Vilhelmína Vilhelmsdóttir og Jónbjörn Pálsson. 1998. Nýjar og sjaldséðar fisk- tegundir árið 1997. Ægir 91(2):18-22. Whitehead, P.J.P. o.m.fl. (ritstj.). 1984- 1986. Fishes of the North-eastern-Atlant- ic and the Mediterranean. 1-3. Unesco. Paris. 1473 bls. Gott ár í rekstri Guðmundar Runólfssonar hf. Árið 1998 var hagstæðara í rekstri Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði en ráð hafði verið fyrir gert. Hagnaðurinn nam um 40 milljónum króna, sem er 37 milljón- um króna betri afkoma en á árinu 1997. Fyrirtækið birti á dögunu af- komutölur og sýna þær til að mynda að veltufé frá rekstri jókst um ná- lega 40 milljónir króna og framlegð var um 24%, sem þykir afar gott. Fyrirtækið hefur til skamms tíma verið skráð á vaxtarlista Verðbréfa- þings. Á aðalfundi í mars verður gerð tillaga um greiðslu 10% arðs til hluthafa. 36 Æ3IR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.