Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Blaðsíða 17
15
»Verði aðsókn stúdenta að einhverri deild svo mikil, að
til vandræða horfi að dómi deildarinnar og háskólaráðs,
getur háskólaráðið í samráði við deildina ákveðið, hve mörg-
um stúdentum skuli veitt viðtaka það ár og með hvaða
hætti«.
Á næsta háskólaráðsfundi var kosin nefnd til þess að íhuga
og vinna að stofnun verzlunardeildar við háskólann. Voru
kosnir í nefndina þeir Magnús Jónsson lagaprófessor, Guðm.
Hannesson og Agúst H. Bjarnason. Einar próf. Arnórsson
var og kosinn í nefndina, en tók af heimilisástæðum aldrei
sæti í henni.
Þegar nefndin tók til starfa, var all langt liðið á þingtím-
ann, og maður sá, er nefndin gat talið hæfann til forstöðu
fyrir deildinni, í Hamborg. Drógst mjög, að svar kæmi frá
honum. Þó var þegar með vitorði rektors og samþykki beint
skriflegri fyrirspurn til fjárveitinganefnda Alþingis um það,
hvort Alþingi mundi vilja veita allt að 6000 kr. til stofnunar
slíkrar deildar. Svaraði fjárveitinganefnd Ed., sem þá hatði
fjárlögin til meðferðar, þvi á þá leið, að hún í þessu efni
mundi fara mjög eftir tillögum ráðherra. Hik nokkurt var á
kennslumálaráðherra um þetta, en er kom til kasta fjármála-
ráðherra, svaraði hann þessari málaleitun neitandi, taldi
verzlunarstéttina þegar of mannmarga til þess, að vert væri
að auka hana að nokkru.
Allir munu nú ráðherra sammála um það, að verzlunar-
stéttin íslenzka sé orðin nægilega mannmörg og jafnvel alltof
mannmörg, svo að hún mætti vel við þvi, að tekin væru
neðan af henni 10—15°/o. Samt er mér nær að halda, að
bæði henni og þjóðinni væri hagur í þvi, ef bætt væri ofan
við hana nokkrum prócent af vel menntuðum mönnum. Að
minnsta kosti hefir Dönum og öðrum nágrannaþjóðum sýnzt
svo; þær hafa talið það hreina og beina þjóðarnauðsyn að
eiga sem allra bezt menntaða verzlunarstétt. Því stofnuðu
Danir 1922 svonefndan verzlunarháskóla, er starfað hefir alla
tíð siðan með góðum árangri og veitt stúdentum á tveggja
ára námsskeiði vísindalega tilsögn i verzlunarfræði, skjala-