Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Blaðsíða 34
32
Fimmti alþjóðafundur um samanburðar-trúarbragða-
sögu. Ráðuneytið sendi boð frá sænsku stjórninni um að
senda fulltrúa á 5. alþjóðaþing um samanburðartrúfræði, er
halda skal í Lundi dagana 27.-29. ág. Var guðfræðideild
falið að tilnefna mann til þessarar farar og tilnefndi hún
próf. theol. Magnús Jónsson. Sá hann sér þó ekki fært að
fara, þegar til kom.
IV. Kennarar háskólans.
1 guðfræðisdeild:
Prófessor Sigurður P. Sivertsen, settur prófessor Magnús
Jónsson, er veitingu fekk fyrir því embætti 23. ágúst 1929,
settur dócent Ásmundur Guðmundsson, er veitt var það em-
bætti 2. september þ. á., og aukakennari í grísku, aðjunkt
Iíristinn Ármannsson.
í læknadeild:
Prófessor Guðmundur Hannesson, prófessor Guðmundur
Thoroddsen, dócent Níels P. Dungal og aukakennarar: pró-
fessor Sœmundur Bjarnhéðinsson, holdsveikislæknir, hjeraðs-
læknir Jón Hj. Sigurðsson, Ólajur Porsteinsson, eyrna- nef-
og hálslæknir, Kjartan ólafsson, augnlæknir, Trausti Ólafs-
son, efnafræðingur, og Vilhelm Bernhöft tannlæknir.
í lagadeild:
Prófessor Einar Arnórsson, prófessor Ólajur Lárusson og
prófessor Magnús Jónsson.
í heimspekisdeild:
Prófessor, dr. phil. Agúsl H. Bjarnason, prófessor, dr. phil
Sigurður Nordal, prófessor, dr. phil. Páll Eggert Ólason og
dócent, dr. phil. Alexander Jóhannesson.
Störfum ritara og dyravarðar gegndi Ólafur Rósenkranz
eins og áður.