Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Blaðsíða 24
22
að Reykjavíkurbær leggi þessa lóð fram endurgjaldslaust og
jafnframt því hita úr Laugunum í væntanlegar byggingar,
eftir þvi sem framast er unnt. Opinberar byggingar verða i
þeim efnum að sitja fyrir húsum einstakra manna. Myndi
áreiðanlega flýta fyrir málinu, ef háskólaráðið sneri sér til
Reykjavíkurbæjar og óskaði eftir lóð og heitu vatni úr Laug-
unum, sem heiðursgjöf til háskólans frá Reykjavikurbæ.
Lóð háskólans þarf að vera mjög stór, ef unnt væri ekki
minni en 2—3 dagsláttur, til að gera ráð fyrir nægilegu
olnbogarúmi um ókomnar aldir. t*ar sem Akureyri hefir
keypt handa Gagnfræðaskólanum þar 10 dagsláttur af landi,
sýnist ekki ofmikið þótt Reykjavíkurbær færi þessa fórn.
í öðru lagi væri mjög æskilegt, að hinar einstöku deildir
háskólans lýstu þörfum sínum að því er snertir húsrúm, og
að háskólaráðið lýsti sameiginlegum þörfum og sennilegum
viðbótum, er gera yrði ráð fyrir i náinni framtíð. Þessar til-
lögur væri æskilegt að fá sendar stjórnarráðinu.
Þá kæmi þriðji þáttur, að láta teikna hinn nýja háskóla
og gera áætlun um skipulag hans. Er það hinn mesti vandi
og yrði áður en fastar ákvarðanir yrðu teknar að rannsaka
hinar nýrri háskólabyggingar og reynslu annara þjóða. Þenn-
an undirbúning yrði að gera sameiginlega af háskólaráðinu,
eða nefnd, sem háskólinn velur, og landsstjórninni og sér-
fræðingum þeim, sem hún hefir á að skipa.
Fjórða stigið er að fá fé til bygginga og aukins reksturs.
Háskólinn ræður yfir nokkru fé í þessu skyni, en að sjálf-
sögðu yrði meginhluti fjárins að koma með atbeina Alþingis.
Að lítt athuguðu máli má gera ráð fyrir, að heppilegast
yrði að hafa meginbyggingu háskólans við Skólavörðutorg,
ekki sérlega stóra, en ætlast til, að minni byggingar, svo sem
bókasafn, rannsóknarstofur o. s. frv. yrðu sjálfstæðar á jöðr-
um hinnar víðlendu lóðar, en grænir vellir á milli húsa.
Mætti vel fara svo, að byrjað yrði á einhverjum af þessum
minni byggingum, t. d. bókasafninu.
Jónas Jónsson.
Til háskóla íslands.