Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Blaðsíða 45
43
VII. Próf.
Guðfræðisdeildin.
í lok siðara kennslumisseris luku 6 stúdentar embættis-
prófi í guðfræði.
Skriflega prófið fór fram dagana 27., 28., 30. og 31. maí.
Verkefni í skriflega prófinu voru þessi:
I. í gamlatestamentisfrœðum: Hós. 3, i—4, s.
II. í ngjateslamentisfrœðum: Ger grein fyrir aðaleinkennum
bænalífs Jesú og helztu ummælum hans um bænina,
samkvæmt þvi, sem guðspjöll vor skýra frá.
III. I samstœðilegri guðfrœði: Hvernig gerðu gömlu lútersku
guðfræðingarnir grein f}rrir forsjónar-afskiftum Guðs, og
hvað er það, sem nútíminn leggur mesta áherzlu á,
þegar um afskifti Guðs af heiminum er að ræða?
IV. í kirkjusögu: Ignatius Loyola og Jesúfélagið.
Hinn 10. maí voru kandidötunum tilkynntir prédikunar-
textarnir. Var hlutað um, í hvaða röð þeir skyldu ganga
upp til munnlega og verklega prófsins, og svo um, hvern
texta hver þeirra skyldi hljóta. Varð niðurstaðan þessi:
1. Einar Guðnason hlaut textann Post. 7, 59—so.
2. Jón Auðuns hlaut textann Gal. 5, 6.
3. Jón Thorarensen hlaut textann Post. 2, 42.
4. Gunnl. B. Einarsson hlaut textann Lúk. 17, 20—21.
5. Þorgrímur Sigurðsson hlaut textann Lúk. 2, «9.
6. Sigurjón Guðjónsson hlaut textann Lúk. 10, 30—37.
Allir kandídatarnir skiluðu ræðum sinum á tilsettum tíma.
Prófdómendur voru hinir sömu sem áður, dr. Jón biskup
Helgason og Bjarni dómkirkjuprestur Jónsson.
Prófinu var lokið laugardaginn 22. júni.