Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Blaðsíða 30
28
Árbókin og sérprentin. Á fundi 2. apríl benti rektor á
samþykkt háskólaráðs 18. desbr. 1923, þar sem ályktað var,
að »framvegis eignist Háskólinn sjálfur sérprent af fylgiritum
árbókar, ef þau verða tekin, að undanteknum þeim, sem
venja er, að höf. fái sjálfuroc. Út af þessu var brugðið með
samþykkt fyrra háskólaráðs 29. sept. 1928 (sbr. Árbók 1927
—28, bls. 15), þar sem »PrestaféIagi Islandscc var heimilað
að taka ótiltekinn fjölda sérprenta af fylgiriti þess árs. Vegna
þessa tekur háskólaráðið það fram, að það ætlast til þess, að
Háskólinn gefi framvegis sjálfur út sérprentanir af fylgiritum
háskólaárbókar og hafi ágóðann af því. Ennfremur telur há-
skólaráðið nauðsynlegt að fela ötulum manni sölu árbókar-
innar og fylgiritanna gegn hæfilegri þóknun.
Utanfararstyrkur kandidata. Á fundi 28. sept. 1928 skýrði
varaforseti háskólaráðs, próf. Guðm. Hannesson frá þvi, að
kært hefði verið yfir því fyrir sér, hvernig cand. jur., hæsta-
réttarmálaflutningsmaður Stefán Jóh. Stefánsson hefði varið
utanfararstyrk sínum. Var samþykkt að fela rektor að leita
upplýsinga um notkun utanfararstyrkja.
Á fundi 12. okt. las rektor bréf, sem hann hafði ritað cand.
jur. Stefáni Jóh. Stefánssyni, mag. art. Úorkeli Jóhannessyni
o. fl. með fyrirspurnum um það, hvernig þeir hefðu varið
utanfararstyrk sinum. Lesin voru og svör þeirra. Hefir Stefán
Jóh. Stefánsson dvalið 2 mánuði erlendis, en Þorkell 3
mánuð. Út af þessu var samþykkt svohljóðandi tillaga:
Með skírskotun til ályktunar háskólaráðs 10. maí 1924,
sbr. fundargerð 22. jan. 1926, sér háskólaráðið sér ekki fært
að greiða kandídötunum Stefáni Jóh. Stefánssyni og Þorkeli
Jóhannessyni síðari helming styrks þess, er þeir fengu af
utanfararfé kandidata úr Sáttmálasjóði, fyr en þeir hafa full-
nægt þeim skilyröum, er sett eru í áðurnefndum fundar-
gerðum. Sþ. með öllum atkv.
Til þess að koma í veg fyrir frekari vanbrúkun styrksins,
samdi háskólaráðið upp ákvæði þau um utanfararstyrk
kandídata, er áður hafa verið sett. Var rektor falið að láta