Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Blaðsíða 23
21
Húsnæðisvandræði háskólans. Á fundi 21. nóvbr. var
rætt um húsnæðisvandræði háskólans. Telur háskólaráðið
húsnæði það, sem háskólinn á við að búa, allskostar óvið-
unandi. Það vill þvi, að lóð handa fyrirhugaðri háskólabygg-
ingu verði ákveðin svo fljótt, sem unnt er, uppdráttur gerður
og húsið reist, svo fljótt sem kostur er á. Bendir háskóla-
ráðið á þann möguleika, að lögð yrði til hliðar árleg fjárhæð
til háskólabyggingar, ef fjárveitingarvaldinu þætti ekki fært
að reisa hana með öðrum hætti. En þangað til bæti stjórn
og þing úr brýnustu þörfum með því að sjá háskólanum
fyrir bráðabirgða húsnæði.
Út af þessu barst háskólaráðinu 8. jan. 1929 svohljóðandi
bréf frá dóms- og kennslumálaráðherra:
Út af fornu og nýju umtali um væntanlega háskólabygg-
ingu i Reykjavík þykir rétt að vikja að nokkrum meginat-
riðum bréflega til háskólaráðsins.
Engin átylla er til þess, að Þingvallanefndin hafi rætt um
eða ákvarðað á fundum sínum fram að þessu, að lög um
háskólabyggingu yrðu samþykkt á Alþingi á Þingvöllum 1930.
Ekki hefir stjórnin heldur, enn sem komið er, gert neitt
viðvíkjandi málinu á þeim grundvelli.
Hinsvegar mun það full-ljóst starfsmönnum háskólans og
þingmönnum, að sambýli háskólans og Alþingis í þinghúsinu
er mjög ófullnægjandi fyrir báða aðila. Alþingi hlýtur að
óska þess, að tvibýli þetta hætti svo fljótt sem því verður
viðkomið, og svo mun háskólinn segja fyrir sitt leyti.
Það verður óhjákvæmilegt að reisa háskólanum nýtt hús
við hans hæfi. Það er aðeins fjármálahliðin, sem tefur málið.
Nú myndi ráðlegt að hefja sem allra fyrst hið óbjákvæmilega
undirbúningsstarf, sem verður að inna af hendi, áður en hægt er
að ætlast til, að borgarar landsins samþykki að taka á herðar
sér þær auknu byrðar, sem leiða af háskólabyggingunni.
F}'rsti þáttur í lausn málsins er að tryggja sér lóð fyrir
háskólann frá Reykjavikurbæ. Sú lóð er til, frá Skólavörðutorgi
og stúdentagarðinum, suður að Hringbraut. Það er nauðsynlegt,