Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Blaðsíða 65
63
Um áraraót 1928—1929 póttist stjórn Mensa sjá fram á það, að
fyrirtækið mundi framvegis ekki geta starfað á sama grundvelli og
áður. Bar það einkum ti), að þátttaka var þar minni en áður, þá ekki
nema um 45 roenn (þar af 11—12 stúdentar), í stað 50—60 á undanförn-
um árum, en þó öllu heldur hitt, að mötunautar skulduðu um 10500
krónur, sem var óhúílega mikið, miðað við alla veltu stofnunarinnar.
Stúdentaráðið gat ekkert aðhafzt í málinu fyr en reikningar ársins
1928 voru til, en það var ekki fyr en i febrúarlok. Voru þá seltir sér-
stakir menn til að kynna sér málið og athuga orsakir þess, að svona
skyldi komið. Sú athugun leiddi til þess, að stúdentaráð taldi það
heppilegast öllum aðiljum, að stofnunin yrði lögð niður í þeirri mynd,
sem hún hefur verið. Féllst almennur stúdentafundur á það, og var
samþykkt að segja upp húsnæði Mensa og leggja hana niður fyrst
ura sinn frá júnílokum 1929. Var það og gert, og hefur Jón Jónsson
síðan unnið að því að gera upp reikninga o. fl.
Mönnum var það ljóst, að stúdentalif mundi bíða töluverðan hnekki
við það, að Mensa væri lögð niður, svo að stúdentar hefðu engan stað,
þar sem þeir gætu hitzt, haldið fundi, setið og ráðið ráðum sínum.
Stúdentaráðið leitaði því fyrir sér um slíkan samkomustað, og varð
það að lokum úr, að samið var við Friðgeir Sigurðsson matsala í
Kirkjutorgi 4, að hann seldi stúdentum nokkrum saman mat fyrir
hæfilegt verð, en þeir mættu koma þar almennt og hafa sína henti-
semi svipað þvi sem var á Mensa. Sótti stúdentaráðið um stjTk i
þessu skyni til Háskólaráðs, og var því tekið vel, að sama fjárhæð
og áður hafði runnið til Mensa mundi verða veitt; þó var eigi alveg
gengið frá þessu, þegar starfstími ráðsins var á enda.
Stúdentagarður.
í stúdentagarðsnefnd áttu sæti: Forkell Jóhannesson skólastjóri,
dr. Björn Pórðarson lögmaður, Ólafur Lárusson prófessor, Björn E.
Árnason cand. juris, Tómas Jónsson cand. juris, Ludvig Guðmunds-
son skólastjóri og Pétur Benediktsson stud. juris. Er starfstími nefnd-
arinnar var úti, var hún öll endurkosin nema Pétur Benediktsson, sem
eigi gaf kost á sér aftur; i hans stað var kosinn Ragnar Jónsson stud. juris.
Pegar stúdentaráðið tók við störfum, voru allar horfur á, að mjög
hráðlega mundi verða byrjað á byggingu garðsins. Pá um haustið var
safnað loforðum hjá stúdentum um að vinna við grunngröftinn a. m.
k. Tóku menn þvi misjafnlega, en þó yfirleitt vel, og tóku flestir þeir
stúdentar, sem einhver veigur er i, þátt í verkinu, og þótti hin bezta
skemmtun að hrista af sér bókarykið rétt í bili. Nemendur í Iær-
dómsdeild Menntaskólans fengu og frí, hver bekkur í einn dag, til að
vinna þarna að.