Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Blaðsíða 13
11
í guðfræðideild 4 á ári eða 16 alls
- læknadeild . 4 - — — 20 —
- lagadeild ... 3 - — — 15 —
- isl. fræðum . 1 þriðja hv. ár 2 —
Samtals 12 á ári eða 53 alls
En i fyrrahaust voru innritaðir:
í guðfræðideild 4 og þá alls í deildinni 29 nem.
- læknadeild . 13 - 64 —
- lagadeild . . . 12 - 41 —
- ísl. fræðum . 5 - . _ . _ 12 —
- heimspeki . . 4 - . _ . _ 4 —
Innritaðir 38, en alls i háskólanum 150nemendur.
Er þá sýnt með þessu, að i háskólanum voru í fyrrahaust
allt að því þrisvar sinnum íleiri nemendur en þörf þjóð-
félagsins krefur og í raun réttri ættu þar að vera, á meðan
hann hefir ekki fleiri námsgreinar eða fjölþættara nám upp
á að bjóða en nú.
Athugi menn sérstaklega fjölsóttustu deildirnar, læknadeild
og lagadeild, þá myndu þeir nemendur, sem nú eru í lækna-
deild, nægja landinu í 16 ár, þótt enginn nýr nemandi bætt-
ist við; og með nemendum þeim, sem nú eru í lagadeild,
mætti þvi nær íviskipa i öll sýslumanns- og bæjarfógeta-
embætti landsins. Hér er þvi sýnilegur voðí á ferðum fyrir
nemendurna sjálfa, sá, að þeir um fjölmörg ár fái Iítið eða
ekkert að gera að afloknu prófl. Verður þvi á einhvern hátt
að reyna að draga úr aðsókninni að embættadeildunum,
ekki einungis þjóðfélagsins, heldur nemendanna sjálfra vegna.
Til þess að draga úr stúdentaviðkomunni og þar með að-
sókninni að embættadeildum háskólans treysti nefndin sér
ekki til — kostnaðarins og annara hluta vegna — að mæla
með þvi, að stofnaðir yrðu 2 sex ára samfelldir lærðir skólar,
annar i Reykjavik, en hinn á Akureyri, því að þetta mundi
fremur auka tölu stúdenta en minnka, og af því mundi
þegar leiða stofnun tveggja gagnfræðaskóla, annars á Suður-
landi, en hins á Norðurlandi. Hún stakk því upp á, bæði
til þess að forðast aukinn kostnað og bæta stúdents-