Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Blaðsíða 18

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Blaðsíða 18
16 þýðingum, reikningsendurskoðun, bankafræði og vátrygging- um, svo að viðskiftalífið gæti fengið vel menntaða menn i allar helztu greinar sínar og ábyrgðarstöður. Og að aðrir verzlunarskólar erlendir meti ekki stúdentsmenntunina að engu, má meðal annars marka af þvi, að hinn góðkunni verzlunarskóli Dana, Brocks Handelsskole, gefur stúdentum sörnu menntun á einu ári með 10V2 mánaðar námsskeiði eins og öðrum nemendum sínum á tveimur árum 10Vs mán- aðar. Að minnsta kosti hefi ég þorað að trúa honum fyrir einu harni mínu til þess að veita því hagnýta menntun í tungumálum, verzlunarfræði og hókfærzlu ofan á stúdents- menntun þá, sem það þegar hafði fengið. Tel ég þetta happa- sælla, eins og nú horfir við, en að beina mönnum inn á embættisbrautina. Um kennaranámsskeiðið er það að segja, að ekki þólti ráðlegt að halda því fram jafnframt verzlunarnámsskeiðinu, enda mun hægra að lcoma því á innan ekki mjög langs tíma. 1 lögunr nr. 75, þ. 28. nóvbr. 1919, segir svo í 1. grein: »Til þess að geta orðið skipaður kennari við harnaskóla eða farskóla, sem nýtur slyrks af landssjóðsfé, er krafizt . . . að umsækjandi hafi lokið kennaraprófi eða stúdentsprófi og auk þess prófi i" uppeldisfræði og kennslufræði«. Samkvæmt þessu er það þá próf í uppeldisfræði og kennslu- fræði, sem svo er nefnd — sennilega það, sem á erlendum málum nefnist »methodik« og er aðeins annar helmingur uppeldisfræðinnar — sem á vantar til þess, að stúdentinn verði talinn jafnsnjall hverjum kennaraskólamanni. Stungið hefir verið upp á því, að stúdentar gengju eitt ár eða tvö á kennaraskólann hér til þess að bæta þessu við sig. Og þetta mætti auðvitað. En mér finnst það fyrir mitt leyti dálítið óviðkunnanlegt og ekki rétt að visa mönnum, sem lokið hafa sæmilegu stúdentsprófi, til framhaldsnáms í skóla, þar sem aðallega er stundað gagnfræðanám, hversu ágætur sem skólinn annars er, og eðlilegra, að stúdentar fengju þessa framhaldsmenntun sína hér við háskólann. Ekki ætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.