Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Page 18

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Page 18
16 þýðingum, reikningsendurskoðun, bankafræði og vátrygging- um, svo að viðskiftalífið gæti fengið vel menntaða menn i allar helztu greinar sínar og ábyrgðarstöður. Og að aðrir verzlunarskólar erlendir meti ekki stúdentsmenntunina að engu, má meðal annars marka af þvi, að hinn góðkunni verzlunarskóli Dana, Brocks Handelsskole, gefur stúdentum sörnu menntun á einu ári með 10V2 mánaðar námsskeiði eins og öðrum nemendum sínum á tveimur árum 10Vs mán- aðar. Að minnsta kosti hefi ég þorað að trúa honum fyrir einu harni mínu til þess að veita því hagnýta menntun í tungumálum, verzlunarfræði og hókfærzlu ofan á stúdents- menntun þá, sem það þegar hafði fengið. Tel ég þetta happa- sælla, eins og nú horfir við, en að beina mönnum inn á embættisbrautina. Um kennaranámsskeiðið er það að segja, að ekki þólti ráðlegt að halda því fram jafnframt verzlunarnámsskeiðinu, enda mun hægra að lcoma því á innan ekki mjög langs tíma. 1 lögunr nr. 75, þ. 28. nóvbr. 1919, segir svo í 1. grein: »Til þess að geta orðið skipaður kennari við harnaskóla eða farskóla, sem nýtur slyrks af landssjóðsfé, er krafizt . . . að umsækjandi hafi lokið kennaraprófi eða stúdentsprófi og auk þess prófi i" uppeldisfræði og kennslufræði«. Samkvæmt þessu er það þá próf í uppeldisfræði og kennslu- fræði, sem svo er nefnd — sennilega það, sem á erlendum málum nefnist »methodik« og er aðeins annar helmingur uppeldisfræðinnar — sem á vantar til þess, að stúdentinn verði talinn jafnsnjall hverjum kennaraskólamanni. Stungið hefir verið upp á því, að stúdentar gengju eitt ár eða tvö á kennaraskólann hér til þess að bæta þessu við sig. Og þetta mætti auðvitað. En mér finnst það fyrir mitt leyti dálítið óviðkunnanlegt og ekki rétt að visa mönnum, sem lokið hafa sæmilegu stúdentsprófi, til framhaldsnáms í skóla, þar sem aðallega er stundað gagnfræðanám, hversu ágætur sem skólinn annars er, og eðlilegra, að stúdentar fengju þessa framhaldsmenntun sína hér við háskólann. Ekki ætti

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.