Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Blaðsíða 31
29
prenta reglur þessar í Árbók háskólans (sbr. Árbók 1927—
28, bls. 58, flgskj. II) og láta framvegis afhenda þær sér-
prentaðar hverjum þeim, sem kandidatastyrk fær.
Ritari háskólans. Á fundi 8. febr. 1929 skýrði rektor frá,
að hann hefði talað við Pétur Sigurðsson bókavörð og boðið
honum ritara- og dyravarðarstöðuna við háskólann, eins og
háskólaráðið hafði ákveðið. Tók hann þessu máli líklega og
sagðist mundu þiggja stöðu þessa, en gæti þó ekki tekið við
henni strax, af því að hann ætti ýms verk óunnin við
Landsbókasafnið. Þó kvaðst hann mundu geta aðstoðað nú-
verandi ritara í viðlögum og sett sig jafnframt inn i störfin.
Ritaraíbúðin. Á fundi 8. marz skýrði rektor frá ástandi
ibúðarinnar og því, að Pétur Sigurðsson bókavörður áliti
hana alls ekki nothæfa. Ennfremur skýrði hann frá viðtali
sinu við dómsmálaráðherra og hefði hann lofað, að láta
húsmeistara ríkisins athuga íbúðina.
Á fundi 3. maí tilkynnti rektor, að húsmeistari rikisins
hefði athugað ritaraíbúðina og gefið umsögn um hana með
bréfi dags. 30. apríl. Áætlar hann, að kosta muni um 7000
kr. að gera íbúðina sæmilega. Var samþykkt að senda dóms-
málaráðuneytinu þessa umsögn með meðmælum um, að
þessi viðgerð verði framkvæmd.
Á fundi 30. ágúst tilkynnti rektor, að samþykki stjórnar-
ráðs hefði fengizt til þess að gera sæmilega við ritaraibúð-
ina og væri húsmeistara ríkisins falið að sjá um viðgerðina.
Rannsóknarstofa háskólans. Á fundi 21. maí lagði
rektor fram bréf, dags. 18. s. m., sem hann hafði ritað for-
stöðumanni Rannsóknarstofu háskólans, dócent Níels P.
Dungal. Er þar óskað eftir reikningsskilum um rekstur stof-
unnar árin 1923—28. Sömuleiðis lagði hann fram svarbréf
frá Niels P. Dungal, dags. 20. s. m., þar sem skýrt er frá
tekjum og gjöldum stofunnar árin 1927 og 28, svo og frá
tekjum þeim, sem forstöðumaðurinn hefir haft þessi ár, en