Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Blaðsíða 19
17
þetta að hafa mikinn aukakostnað i för með sér, þar sem
kennarinn í heimsspeki ætti að geta tekið að sér að minnsta
kosti einhvern hluta uppeldisfræðinnar, en fá mætti einhvern
efnilegan, ungan mann, er gengið hefði á kennaraháskóla
erlendis, til þess að kenna og sýna nýjustu kennsluaðferðir í
hverri grein. En stúdentar með slíkri framhaldsmenntun ættu
þá líka að teljast þeim mun fremri kennaraskólamönnum,
sem þeir yfirleitt hefðu hlotið betri og víðtækari menntun.
Þá vil ég að lokum drepa nokkrum orðum á kjör stúd-
enta hér við háskólann.
Kjör stúdenta hér við háskólann eru yfirleitt svo bág, að
vér verðum að reyna að gera allt, sem vér getum, til þess
að bæta þau.
Líkt og endrarnær fór háskólaráðið fram á, að námsstyrk-
urinn yrði hækkaður, og hækkaði þingið hann fyrir kom-
andi ár um 2.000 kr., úr 13.000 kr. í 15.000 kr.
Námsstyrk fengu 40 af 150 stúdentum árið sem leið, þar
af 20 hærri slyrkinn, 400 kr. á mann, og aðrir 20 lægri
styrkinn, 250 kr. á mann.
Húsaleigustyrk fengu 64 nemendur alls, frá 53 kr. á mann
upp í 110 kr. og 200 kr., en hæstan húsaleigustyrk fékk 1
nemandi, 350 kr. Engir þessara 64 nemenda fengu náms-
styrk. Samkvæmt þessu hafa þá 46 nemendur háskólans
engan styrk fengið, og aðeins tæpur þriðjungur styrk, sem
um munar.
En hvernig kemst nú efnalaus og umkomulaus stúdent af,
jafnvel þótt hann fái slíka styrki sem þessa? Gerum ráð
fyrir, að stúdent með mestu sparsemi geti komizt af hér í
Reykjavík með 175 kr. á mánuði til fæðis, húsnæðis, klæða
og skæða, þjónustu og bóka eða um 1600 kr. yfir háskóla-
árið, sem er 9 mánuðir. Segjum, að hann geti, ef vel gengur,
unnið sér inn 600 kr. með sumarvinnu sinni, og að hann,
ef hann er duglegur til náms, fái hæsta styrk, 400 kr., þá
vantar hann þó enn 600 kr. til þess að geta komizt af. Ein-
3