Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Blaðsíða 69
67
lands eða öðrum álíka tryggum verðbréfum. Höfuðstól sjóðsins má
aldrei skerða.
5. gr.
Vextir af fé sjóðsins skulu allir leggjast við innstæðu hans fram til
ársins 1934. Eftir þann tíma skal jafnan leggja */< — e,nn fjórða —
hluta af vörtunum við innstæðu sjóðsins, en ’/* þrir fjórðu hlutar
vaxtanna koma þá til útborgunar, samkvæmt því, sem segir í næstu
grein hér á eftir.
6. gr.
Þá */< — þrjá fjórðu hluta — vaxta sjóðsins, er til útborgunar koma,
skal árlega veita einhverjum nemanda Iagadeildar háskólans, til bóka-
kaupa eða sem námsstyrk, og skal fara eftir tillögum kennara deildar-
innar um það, hver hljóta skuli styrkinn í hvert sinn. Styrkinn skal
greiða styrkþega hinn 28. apríl ár hvert, af vöxtum næsta árs á undan,
i fyrsta sinni hinn 28. apríl 1934, þegar liðin eru 10 ár frá dánardegi
Halldórs heitins. Þegar vextir sjóðsins, þeir er til útborgunar koma,
nema meiru en kr. 500.00 — fimm hundruð krónum — á ári, má veita
styrk til tveggja styrkþega í senn, og siðan má fjölga styrkþegum um
einn í einu fyrir hverjar kr. 500.00 - fimm hundruð krónur -, sem
árlegt úthlutunarfé sjóðsins hækkar um.
7. gr.
Reikninga sjóðsins skal birta árlega í Arbók háskólans.
8. gr.
Leita skal staðfestingar konungs á skipulagsskrá þessari og birla
hana i B-deild Stjórnartiðindanna.
Brekku í Gufudalssveit, 10. mai 1929.
(sign.) Andrés Ólafsson, (sign.) Gnðrún Halldorsdóthr.