Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Qupperneq 5
INNGANGSORÐ.
Rannsóknum á næríngargildi innlendra matvæla er enn svo
skammt á veg komið, að styðjast verður við erlendar næringar-
efnatöflur að miklu leyti, er vinna skal úr skýrslum um mat-
aræði, semja áætlun um fullgilt fæði eða því um líkt. Víst má
hafa mikil not af slíkum töflum og þó einkum við lauslegt mat á
viðurværi þjóðarinnar í heild samkvæmt framleiðslu- og verzl-
unarskýrslum.
En þegar til nánari athugana kemur á daglegri neyzlu manna,
reynast hinar erlendu töflur æði gloppóttar sem vonlegt er, því
að fjölmargra fæðutegunda, sem hér eru algengar, enda sér-
kennilegar fyrir mataræði vort, er þar hvergi getið.
Hér kemur og til greina, að nokkur munur getur verið á
afurðum, er sama nafni nefnast, eftir upprunastað eða landi.
Má stundum rekja það til ólíkra afbrigða sömu tegunda, hvort
sem um jarðargróður eða dýr er að ræða, en ólík vaxtar- eða
þroskaskilyrði geta og nokkru valdið þar um.
Þessi munur eftir löndum hefur raunar verið talinn heldur
lítill að jafnaði (10). Þó getur borið út af því, ekki sízt um auka-
efnin (vítamín, sölt), eins og töflur ýmissa landa bera með sér,
að svo miklu leyti sem ekki er ónákvæmni til að dreifa vegna
ónógra rannsókna.
Ýmsar tegundir islenzkra matvæla hafa verið efnagreindar
með tilliti til orkuefnanna þriggja, hvítu, fitu og kolvetna, og
helztu steinefnanna, og er þar helzt að nefna rannsóknir Trausta
Ölafssonar (28). Er mikill styrkur að þessum rannsóknum, svo
langt sem þær ná. Galli er það þó, að þessar efnagreiningar ná
yfirleitt aðeins til örfárra sýnishoma hverrar tegundar, en þetta
stendur væntanlega til bóta.