Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Qupperneq 12

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Qupperneq 12
10 Tafla I sýnir þessi meðaltöl á ýmsum tímum, en til gleggra yfirlits og samanburðar eru línuritin á myndum 1—4. Séu nú afbrigðin athuguð hvert fyrir sig (myndir 1—3) verð- ur tæplega greint að um reglubundinn mun sé að ræða eftir ár- um að öðru leyti en því, að veturinn 1945—46 eru mælingagildin yfirleitt hæst. Má vera, að meira hafi verið í uppskerunni haustið 1945 en hin árin, þó að það komi ekki alls staðar fram á fyrstu mælingunum, því gætu tilviljunarskekkjur hafa valdið. En einnig er hugsanlegt, að geymsluskilyrði (t. d. hiti) hafi að ein- hverju leyti verið önnur þann vetur en hina, þó að því hafi ekki verið veitt athygli. Annars sýna línuritin öll, eins og vænta mátti, greinilega lækk- un frá hausti til vors. Er hún örust fyrstu mánuðina, en verður svo hægari er á líður. Lækkunin öll frá upptökudegi mun þó vera meiri en hér kemur fram, því að nokkrir dagar, hið minnsta, voru liðnir frá upptöku, er fyrsta mælingin fór fram. Eitt árið (1946—47) hófust mæl- ingar ekki fyrr en seint í október, en þá er lækkunar að jafnaði farið að gæta allverulega. Til gleggra yfirlits eru á 4. mynd sýnd meðaltöl allra afbrigð- anna 6, er um getur á myndum 1—3, á hverjum þeim tíma, er mæling fór fram. Með nokkrum undantekningum (veturinn 1945—46) víkja þau svo litið frá boglínunni, að vel mætti líta á hana sem meðaltalslínu allra áranna að undanskildu hinu fyrsta (1945—46).* Samkvæmt þessu má búast við að um 50% af C-vítamíninu tapist á fyrstu 2 mánuðum geymslutímans, og þó væntanlega nokkru meira, sé miðað við upptökudag. En á næstu 6 mánuð- unum eyðist vítamínið svo hægt, að öll lækkunin á þeim tima nemur ekki nema 30—35%. *) Séu meðaltölin, sem sýnd eru á 4. mynd, táknuð með logarithmum og mörkuð á línuritsblað, þannig að einnig sé miðað við logarithma af tíma- lengd í mánuðum, er auðvelt að draga beina línu, þannig að flest þeirra lendi á henni eða örskammt utan við. Til slikrar línu — þeirrar er sjónmati sam- kvæmt gengur næst því að sameina öll meðaltöl þriggja síðustu áranna — svarar línan á 4. mynd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.