Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 32

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 32
30 inum (fructus rosae) eða 500—1400 mg eftir ýmsum heimildum. Aðeins eitt sýnishorn var rannsakað hér, var það ekki full- þroskað, en vítamínmagnið reyndist 415 mg. Innfluttir ávextir. Nokkur sýnishorn voru athuguð af hinum algengustu af inn- fluttum ávöxtum. Appélsínur. Athugaðar voru 6 appelsínur, þ. e. safinn, er kreist- ur var úr þeim. C-vítamín mældist 39,0—67,1 mg, meðaltai, 52,8 (miðtala 53,5). Sé gert ráð fyrir, að úrgangur sé um 25%, svarar þetta til, að um 40 mg fáist til jafnaðar úr hverjum 100 g af þeim heilum. Raunar er mjög mikið af C-vítamíni í úrganginum, þ. e. í hvítunni í berkinum, meðaltal 3 sýnishorna var 157 mg (90— 231 mg). Appélsínusafi í dósum. I 8 sýnishornum af ósykruðum safa í niðursuðudósum voru frá 20—52 mg, meðaltal 35,4 mg, en í tveim sýnishornum af sykruðum safa á flöskum 19,3 mg í öðru, en 2,8 mg í hinu. Sítrónur. Safi úr 3 sítrónum, meðaltal 54,3 mg (38,1—67,0 mg). Úrgangur úr sítrónum er að jafnaði mun meiri en úr appel- sínum, því að oft er ekki notað annað en safinn, sem kreistur er úr þeim, en hann nemur varla meiru en 35—40% af þyngd sítrón- anna. Mundu þá ekki fást nema um 20 mg úr hverjum 100 g af sítrónum eins og þær eru keyptar, ef miðað er við 54 mg í safanum. í hvítunni innan úr berkinum af 3 sítrónum var að meðaltali 102,9 mg (93—114 mg). Hvítan úr berki tveggja sítróna var vegin sérstaklega og reyndist tæplega 20% af þyngd sítrónanna. „Grapefruit“ var athugað einu sinni aðeins, voru 35,7 mg í safanum en 119 í berkinum. Epli. Yfirleitt er lítið af C-vítamini í eplum, en mun vera tals- vert misjafnt eftir afbrigðum, og er oft talið frá 3—5 mg og stund- um jafnvel allt að 10 mg. Af 6 eplum, sem hér voru athuguð, var meðaltalið tæplega 2 mg (1,1—4,3 mg), og er þá miðað við þau án hýðis. Hýðið af 3

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.