Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 42

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 42
40 allan tímann. 1 niðursoðnum ribsberjum reyndust vera 21,4 mg (febrúar). Ribsberjasaft getur því haft nokkurt C-vítamíngildi, að minnsta kosti er ólíku saman að jafna við krækiberjasaft, en ekki nálgast hún þó sólberjasaft að þessu leyti. 1 tómatasaft, sem gerð var í ágúst en prófuð í marz, voru 9 mg, en í tómatasafa úr dós (verzlunarvara) ekki nema 3,6 mg. Ef til vill hefur hér kennt málmáhrifa. Hér má geta þess, að í niður- soðinni tómatsúpu (einnig verzlunarvara), er rannsökuð var tvisvar, mældust öðru sinni 2,5 en í hitt skiptið 1,4 mg, en í „tómatk)'afti“ soðnum og tómatmauki (hvort tveggja gert í heimahúsum) 11,1 og 7,3 mg, hið fyrra rannsakað í marz en hitt í febrúar. I rábarbarasaft, er prófuð var um miðjan vetur (2 sýnishorn), fannst ekki C-vítamín, en í sykruðum safa, nýgerðum, 4 mg, og í rábarbaramauki, sykruðu, 3,2 mg í ágúst (fárra daga gamalt) og 1,0 mg í febrúar. 1 aldinmauki (eða hlaupi) ýmiss konar voru tölumar þannig: Sólberjamauk 76,1 mg (nýtt) og 41,1 (janúar). Ribsberjahlaup, nýtt, 5,7 mg. Jarðarberjamauk, innflutt, 8,0 (janúar). „Marme- lade“ úr appelsínum („Libby’s") 6,0, „Marmelade" úr „grape fruit“ 0,4 mg. Sólberjamaukið sker sig úr, sem við mátti búast, og er hið eina, sem um getur munað, með tilliti til C-vítamínsins, svo lítið sem neyzlumagnið er að jafnaði. Loks má geta þess, að í tómatsósu (Heinz) mældust 10,7 mg og í annari gerð 4,0 mg, í grænum baunum, niðursoðnum, 7,4 mg, „kaviar“ 1,7 mg, télaufi (þurrkuðu) 14,3 mg og í alpha-alpha- mjöli 28,6. Áhrif suðu á C-vítamín nokkurra matvæla. Hitun greiðir mjög fyrir sýringu (oxidatio) C-vítamíns, og þvi má ávallt búast við, að hitun matar og suða hafi í för með sér nokkra rýmun þess. Maturinn, kartöflur, grænmeti o. fl., er tekinn var til rann- sóknar, og hér verður greint frá, var tilreiddur og soðinn í Hús-

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.