Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 49

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 49
ffl. KAFLI. PART III. ÝMSAR ATHUGANIR VARÐANDI C-VÍTAMÍNBÚSKAP MANNA. SOME OBSERVATIONS RELATIVE TO VITAMIN C NUTRITION. Ýmsar aðferðir hafa verið reyndar til að meta C-vítamínbú- skap manna, hvort birgðir séu nægilegar eða þurrð yfirvofandi. Þar með má og fá nokkra vísbendingu um C-vítamínmagn dag- legrar fæðu, ef um rannsókn á samstæðum hóp manna er að ræða. En ekki er því að leyna, að þess háttar rannsóknum hefur oft verið beitt með minni gagnrýni en skyldi, svo að leitt hefur til fljótfærnislegra ályktana, enda hafa sumar rannsóknaraðferð- anna reynzt um of óáreiðanlegar. Svo er til dæmis um hárceða- prófið, er svo mætti nefna, og stundum er kennt við Göthlin. Er það gert þannig, að markaður er hringur í olnbogabót og síðan settur þrýstingur á upphandlegg — á líkan hátt og þegar blóð- brýstingur er mældur. Þrýstingnum er haldið jöfnum í tiltekinn tíma og síðan athugað, hvort dílablæðingar sjáist innan hrings- ins, og þá hve margar. I stað þrýstings hefur stundum verið sett sog (sogskál) á afmarkaða blettinn. Var það talið merki um C-vítamínskort, ef blæðingardílar voru fleiri en 6, miðað við að hringurinn væri 6 cm í þvermál og þrýstingur 50 mm Hg í 15 mínútur. En svo einfalt er þetta þó eigi. Jafnvel á skyrbjúgs- sjúklingum koma ekki alltaf fram nema örfáir dílar, og hins vegar geta þeir orðið fjölmargir á fólki, sem er vel alið. Þó að blæðingadílar kunni að öðru jöfnu að verða fleiri, ef um C- vítamínskort er að ræða, er það svo margt annað, sem einnig getur haft áhrif á fjölda þeirra, að þetta próf hefur reynzt gagnslítið.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.