Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Qupperneq 50

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Qupperneq 50
48 Húðpróf hefur og verið reynt, og er þá þunnri upplausn af litefninu dichlorphenol-indophenol (0,1 ml) stungið inn í hör- undið á handlegg og athugað á hve löngum tíma liturinn hverfur. Var þá gert ráð fyrir, að aflitun yrði fyrir tilverknað C-víta- míns í húðinni á stungustað, og því örari sem aflitunin væri, því meira væri af C-vítamíni þar og í blóðinu, en væri liturinn ekki horfinn eftir 10 mínútur, var það talið merki um C-vítamínþurrð. En einnig hér getur margt orðið til að villa sýn. 1 húðinni, sem í öðrum vefjum, eru fleiri efni en askorbinsýra, sem geta aflitað þetta litefni, hörundslitur er misjafn, svo að litarupplausnin sést ekki alltaf jafn vel, ekki er sama hve djúpt er stungið, og fleira mætti telja. Hafa og samanburðar athuganir á mönnum, sem bjuggu misjafnlega vel með tilliti til C-vítamíns, og saman- burður við blóðmælingar, bent til þess, að lítið mark væri takandi á þessu prófi. Bæði þessi próf, háræðaprófið og húðprófið, eru mjög hand- hæg og væru einkar vel fallin til hópathugana, ef þau væru áreið- anlegri en raun hefur orðið á. Ekki er heldur að jafnaði mikið á því að græða að mæla askorb- ínsýru í þvagi, að minnsta kosti ekki í fárra klukkutíma sýnis- horni. Af sólarhringsmagninu má stundum ráða nokkuð um C- vítamínneyzlu, ef engar verulegar breytingar hafa orðið á henni um alllangan tíma. Þó er þetta mjög takmörkunum háð, til dæmis verður ekki um það dæmt, hvort neyzlan sé svo lítil að til baga sé, eða ískyggilega nærri lágmarki, þó að lítið finnist af askorbín- sýru í þvaginu einhverju sinni. Auk þess er of mikið umstang við að safna sólarhrings þvagi, til þess að slíkar mælingar séu hent- ugar til hóprannsókna. Aðferðir þær, sem helzt kemur til greina að nota til hóprann- sókna, eru mettunarprófið svo nefnda og mæling askorbínsýru í blóði. Mettunarprófið er í því fólgið að gefa þeim, sem prófa skal, stóra skammta af askorbínsýru, og fylgjast með, hvenær veru- leg aukning kemur fram í þvaginu. Stærð skammtanna hefur þó verið allmjög á reiki, og eins það, hvenær þvagsýnishorn er tekið til rannsóknar. Upphaflega aðferðin (18) var þannig, að askorb-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.