Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 6
4
Sú breyting varð á kennaraliði háskólans síðastliðið haust,
að dr. Sigurður Samúelsson var skipaður prófessor í lyflæknis-
fræði í stað dr. Jóhanns Sæmundssonar, er andaðist 6. júní
1955. 1 byrjun síðasta vormisseris fékk dr. Sigurður ársleyfi
frá kennslu til þess að dveljast við sjúkrahús í Bandaríkj-
unum og kynna sér helztu nýjungar í sérgrein sinni þar. Hefur
Theódór læknir Skúlason að mestu annazt kennslu dr. Sigurð-
ar í fjarveru hans, en dr. Sigurður er væntanlegur heim um
næstu áramót. Þrír erlendir sendikennarar, Anna Larsson frá
Svíþjóð, Edzard Koch frá Þýzkalandi og Mme. Delahaye Glynn
frá Frakklandi, létu af störfum í sumar. Vil ég vegna háskól-
ans votta þessum kennurum þakklæti fyrir gott starf þeirra
hér í háskólanum og ágæta samvinnu. 1 þeirra stað hafa nú
tekið við lektorsstörfum fil. mag. Bo Almquist frá Svíþjóð,
Hermann Höner frá Þýzkalandi og Mlle Gagnaire frá Frakk-
landi. Býð ég þau öll velkomin til starfa. Þá hefur dr. Leifur
Ásgeirsson horfið aftur að starfi sínu við verkfræðideildina
eftir tveggja ára dvöl í Bandaríkjunum. Magnús Magnússon
M.A., sem kenndi fyrir hann í fyrravetur, hverfur nú að öðr-
um störfum. Vil ég nota tækifærið til þess að þakka honum
verk hans hér við háskólann. Loks hefur próf. Gylfi Þ. Gísla-
son, sem nú er orðinn menntamálaráðherra, látið af kennslu-
starfi í laga- og hagfræðideildinni um sinn. Munu dr. Jóhannes
Nordal, Þorvarður Jón Júlíusson hagfr. og Guðlaugur Þor-
valdsson viðskiptafræðingur annast kennslu í rekstrarhagfræði
og bókfærslu í hans stað.
Eins og að líkum lætur, fer starfsemi háskólans vaxandi ár
frá ári. Þróunin í okkar unga og hraðvaxandi þjóðfélagi krefst
þess líka, að vel sé séð fyrir háskólamenntun unga fólksins.
Hér er eigi aðeins um það að ræða, að deildir háskólans
haldi vel í horfinu. Þær verða að eflast samkvæmt kröfum
tímans, annars er afturför og hnignun á næsta leiti. Undan-
farin ár hefur orðið nokkur aukning á kennslukröftum í ýms-
um deildum háskólans. Nú síðast á þessu ári var stofnað pró-
fessorsembætti í lífeðlisfræði við læknadeildina, og er þar
bætt úr brýnni þörf. Er þess að vænta, að maður verði skip-