Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Qupperneq 7
5
aður í þetta embætti fyrir næsta haust. — Ég gat þess í ræðu
minni á háskólahátíðinni í fyrra, að nauðsynlegt væri að stofna
prófessorsembætti í eðlisfræði hér við háskólann í sambandi
við verkfræðideild. Eins og allir vita, hafa náttúruvísindi orð-
ið allmjög útundan hér í háskóla vorum að þessu. Það er von
manna, að úr þessu muni rætast nokkuð, er náttúrugripa-
safnið er risið, en þar myndi skapast ákjósanleg skilyrði til
kennslu og rannsókna á náttúru landsins, lifandi og dauðri.
En hér er meira í efni. Ef þjóðin á ekki að standa utangátta
í þeirri þróun náttúruvísindanna, sem nú er í þann veginn að
valda aldahvörfum í öllum hinum siðmenntaða heimi, með
tilkomu kjarnorkunnar, þá verðum við á næstu árum að gera
geysilegt átak til eflingar náttúruvísindum í landi voru. Hér
er fyrst og fremst um að ræða sérmenntun, fræðslu og rann-
sóknir í eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði. Ef efnahagslíf
okkar í framtíðinni á að þróast eðlilega, verður það í æ ríkara
mæli að styðjast við innlenda visindalega þekkingu og reynslu.
Vér getum að sjálfsögðu ekki gert okkur vonir um að verða
með nokkrum hætti forustuþjóð á þessum vettvangi. En lægsta
krafan, sem til okkar er gerð, er sú, að við séum einfærir um
að hagnýta þekkingu og reynslu, sem aðrar þjóðir hafa aflað,
og samræma okkar þörfum og staðháttum. Það eitt er mikils-
virði, ég leyfi mér að segja lífsnauðsyn. Þess er ekki að vænta,
að jafn fámenn þjóð og Islendingar eru, geti eignazt mjög
marga menn, er hæfileika hafa til hinna mestu afreka á þessu
sviði, en við ættum samt að geta komið okkur upp sæmilega
góðu starfsliði, ef lag er með. I öllum löndum fer nú fram
leit eftir mönnum með hæfileika til náms og starfs í þessum
vísindagreinum, allt frá bekkjum miðskólanna upp í deildir
háskólanna. Hér hefur fram undir þetta ríkt allt of mikil þögn
og fáskiptni um þessi efni. Við höfum að vísu eignazt og eigum
nokkra mjög efnilega menn í eðlisfræði og stærðfræði, en ef
við gætum ekki því betur til, mun okkur ekki haldast á þess-
um kröftum, og sumum þeirra höfum við að líkindum þegar
tapað.
Á þessu ári var stofnuð kjamfræðanefnd Islands, með þátt-