Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 13
11
hjóna og tengdabörnum. Stofnfé sjóðsins er að upphæð 35 þús.
kr. og verður honum fyrst og fremst ætlað það hlutverk að
efla þekkingu á lögum og rétti og styrkja lögfræðilega vís-
indastarfsemi hér á landi. Vil ég hér með færa gefendum þakk-
ir fyrir gjöf þessa, er vafalaust mun koma að góðum notum,
samkvæmt tilgangi þeirra.
Á kennslumisseri þvi, sem nú er að byrja, eru 744 stúdentar
skráðir til náms í háskólanum. Vænta má, að tala þessi eigi
eftir að hækka eitthvað fram undir áramótin. Af þessari tölu
eru 178 nýstúdentar innritaðir í haust, þar af í guðfræðideild
9, í læknadeild 42, í lögfræðideild 28, í viðskiptafræði 18, í
heimspekideild 65 og í verkfræðideild 16. Þessar tölur eru að
sjálfsögðu nokkrum breytingum undirorpnar til fjölgunar vegna
nýrra innritana eða fækkunar vegna stúdenta, sem hverfa héð-
an eftir innritun að námi erlendis seinna á skólaárinu.
Hér á við, að lokum þessa máls, að minnast á verkefni skól-
ans, sem nú kalla mest að í framkvæmdum. Er þar fyrst að
telja byggingu náttúrugripasafns. Þegar einkaleyfi háskólans
til peningahappdrættis var síðast framlengt, var því heitið af
hálfu skólans að kosta byggingu náttúrugripasafns. Lóð fyrir
safnið er nú ákveðin í nágrenni skólans, við hlið íþróttahúss-
ins við Suðurgötu. Hefur verið sótt um fjárfestingarleyfi þrjú
síðustu ár, en eigi fengizt. En nú standa vonir til þess, að þessi
nauðsynlega framkvæmd þurfi ekki að dragast öllu lengur.
Að vísu er sá hængur á orðinn vegna tafar, sem bygging
safnsins hefur sætt, að allmiklu dýrara verður að byggja hús-
ið en ella og miklu dýrara en nokkrum datt í hug 1948, er
skólinn tók þetta að sér, svo að nema mun 3—4 milljónum
króna. Hins vegar tjáir ekki í slíkt að horfa, því hér er um
að ræða stofnun, sem verða mun um ókomin ár athvarf og
heimkynni allra rannsókna og þekkingar á náttúru lands vors,
í senn kennslustofnun tengd háskólanum, vinnustaður sérfræð-
inga og vísindamanna vorra í náttúrufræðum og fróðleiks-
náma þeirra manna í landi voru, sem áhuga hafa á slíkum
efnum, en þeir eru margir.
1 öðru lagi er nú hafinn viðbúnaður að byggingu nýs kvik-