Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 21
19
máls. Stundið nám ykkar af sem fastastri reglu. Nám er vinna,
og öll vinna sækist bezt með þeim hætti. Hér verða miklar
kröfur gerðar, en samt ekki meiri en svo, að góður og reglu-
samur námsmaður getur hæglega leyst þessa vinnu af hendi.
Ég geri líka ráð fyrir, að hér sé ekki meira af ykkur krafizt
en svo, að ykkur gefist tími til að hrista af ykkur vinnurykið
stöku sinnum og skemmta ykkur hæfilega, svo sem ungu fólki
og reyndar öllum er hollt og nauðsynlegt. Og gleymið svo ekki
því að nota þær stundir, sem aflögu verða, til þess að kynna
ykkur forn og ný öndvegisverk skálda, spekinga og listamanna.
Það er ágætt að vera góður sérfræðingur, kunna full skil á
öllu, sem varðar þá fræðigrein, er maður hefur valið sér að
viðfangsefni. Hitt er samt mest um vert að vera vel verki far-
inn í starfsgrein sinni, en jafnframt því fjölfróður, mennt-
aður maður. Þess óska ég ykkur öllum.
Að svo mæltu bið ég ykkur, nýstúdentar, að veita borgara-
bréfum ykkar viðtöku.
III. GERÐIR HÁSKÓLARÁÐS
Háskólalög.
Þess var getið í Árbók 1955—56, bls. 19—20, að nefnd sú,
er starfaði að endurskoðun háskólalaganna, hefði skilað frum-
varpi til laga um háskólakennara og frumvarpi til laga um
Háskóla Islands. 1 meðferð málsins voru frumvörp þessi sam-
einuð og lög um Háskóla Islands afgreidd frá Alþingi 29. maí
1957. Lögin eru prentuð á bls. 129—141.
Embætti og kennarar.
Samkvæmt lögum um háskólakennara nr. 24/1930 var dr.
Halldór Halldórsson dósent hinn 29. ág. 1957 skipaður prófessor
frá 1. júlí að telja.
Samkvæmt lögum um Háskóla Islands nr. 60/1957 var Þórir
Þórðarson dósent skipaður prófessor 26. nóv. 1957 frá 1. sept.
1957 að telja.