Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Qupperneq 22
20
Prófessorsembætti í lífeðlis- og lífefnafræði, sem stofnað var
með lögum nr. 15/1955, var á ný auglýst til umsóknar 8. júlí
1957. Ein umsókn um embættið barst, frá Davíð Daviðssyni
cand. med. & chir. 1 nefnd samkv. 11. gr. háskólalaganna til þess
að meta hæfi umsækjanda voru próf. Jón Steffensen, tilnefnd-
ur af læknadeild, formaður, próf. dr. Júlíus Sigurjónsson af
hálfu háskólaráðs og próf. dr. Sigurður Samúelsson, tilnefndur
af menntamálaráðuneytinu. — Hinn 18. sept. 1957 var Davíð
Davíðsson skipaður prófessor í lífeðlis- og lífefnafræði frá 1.
sama mánaðar að telja.
Með hinum nýju háskólalögum voru stofnuð 4 ný kennara-
embætti við háskólann:
1. Prófessorsembætti í lyfjafræði í læknadeild. Embættið
var auglýst til umsóknar 7. júní 1957. Ein umsókn barst, frá
Kristni Stefóinssyni lækni. 1 nefnd samkv. 11. gr. háskólalag-
anna voru próf. dr. Sigurður Samúélsson, tilnefndur af lækna-
deild, formaður, próf. Jón Steffensen, tilnefndur af háskóla-
ráði, og próf. dr. Snorri Hattgrímsson af hálfu menntamála-
ráðuneytisins. — Kristinn Stefánsson var 16. sept. 1957 skip-
aður prófessor í lyfjafræði frá 1. sama mánaðar að telja.
2. Dósentsembætti í lyfjafræði lyfsala. Embættið var aug-
lýst til umsóknar 23. júlí 1957. Um embættið sótti dr. phil. Ivar
Daníelsson. 1 nefnd samkv. 11. gr. háskólalaganna voru próf.
Kristinn Stefánsson af hálfu læknadeildar, formaður, próf. dr.
Sigurður SamúeTsson af hálfu háskólaráðs, og Sverrir Magnús-
son lyfsali, tilnefndur af menntamálaráðuneytinu. — Hinn 11.
ökt. 1957 var dr. Ivar Danielsson skipaður dósent í lyfjafræði
frá 1. sept. að telja.
3. Prófessorsembætti í uppeldisfræðum. Embættið var aug-
lýst til umsóknar 7. júní 1957. Um embættið sótti dr. Matthías
Jónasson. 1 nefnd samkv. 11. gr. háskólalaganna voru próf. dr.
Símon Jóh. Ágústsson af hálfu heimspekideildar, formaður,
frú Valborg Sigurðardóttir af hálfu háskólaráðs, og dr. Broddi
Jóhannesson, tilnefndur af menntamálaráðuneytinu. — Hinn
29. ágúst 1957 var dr. Matthías Jónasson skipaður prófessor í
uppeldisfræðum frá 1. sept. að telja.