Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Page 23
21
4. Prófessorsembœtti í eðlisfrœöi í verkfræðideild. Embætt-
ið var auglýst til umsóknar 7. júní 1957. Um embættið sótti
Þorbjörn Sigurgeirsson mag. scient. I nefnd samkv. 11. gr. há-
skólalaganna voru próf. dr. Trausti Einarsson af hálfu verk-
fræðideildar, formaður, Magnús Magnússon, M.Sc., af hálfu há-
skólaráðs, og próf. dr. Leifur Ásgeirsson, tilnefndur af mennta-
málaráðuneytinu. — Hinn 29. ágúst 1957 var mag. Þorbjörn
Sigurgeirsson skipaður prófessor í eðlisfræði frá 1. sept. að
telja.
Próf. dr. Einar Ól. Sveinsson fékk leyfi frá kennslu í október
1957 til fyrirlestraferðar til Bretlands og Irlands.
Próf. Níels Dungal fékk leyfi til utanferðar frá 23. okt. til
7. nóv. 1956 og 28. jan. til 6. febr. 1957.
Prófdómendur.
Klemens Tryggvasyni hagstofustjóra var af menntamála-
ráðuneytinu falið að gegna prófdómarastörfum í viðskipta-
fræðum við próf í janúar 1957 í forföllum hins skipaða próf-
dómara, dr. Þorsteins Þorsteinssonar.
Menntamálaráðuneytið skipaði þessa prófdómendur við próf
vorið 1957:
1 heimspekideild: Finn Sigmundsson landsbókavörð í bóka-
safnsfræðum.
1 verkfrceðideild: Gunnlaug Halldórsson arkitekt í húsagerð,
Jóhannes Zoega verkfræðing í eðlisfræði, dr. Sigurð Þórarins-
son í jarðfræði, K. Hauk Pétursson mælingafræðing og Zóph-
onías Pálsson skipulagsstjóra í landmælingum. 1 forföllum
hinna skipuðu prófdómenda fól ráðuneytið Jóhannesi Áskels-
syni menntaskólakennara að gegna prófdómarastarfi í jarð-
fræði, cand. act. K. Guðmundi Guðmundssyni í stærðfræði,
Magnúsi Magnússyni, M.Sc., í aflfræði, og Magnúsi Reyni
Jónssyni verkfræðingi í rúmmyndafræði.
Háskólabókasafn.
Sameinað Alþingi gerði 29. maí 1957 svofellda ályktun varð-
andi sameining Landsbókasafns og Háskólabókasafns: