Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Page 24
22
Alþingi ályktar:
1. að sameina beri Háskólabókasafn Landsbókasafni eins
fljótt og unnt er á næstu árum, þannig að Landsbóka-
safn verði aðalsafn, en í Háskólabókasafni sé sá þáttur
starfseminnar, sem miðast við handbóka- og námsþarfir
stúdenta og kennsluundirbúning og rannsóknir kennara,
2. að fela ríkisstjórninni að gera nauðsynlegar ráðstafanir
í þá átt,
3. að nú þegar verði svo náið samstarf upp tekið milli
Landsbókasafns og Háskólabókasafns sem við verður
komið að áliti forráðamanna þeirra, og hliðsjón höfð af
væntanlegri sameining safnanna.
Menntamálaráðuneytið ritaði borgarstjóra 7. júní 1957 og
æskti þess, að fyrirhugaðri safnbyggingu væri ætluð lóð á
svæðinu sunnan íþróttavallarsins við Melaveg, næst vestan
við háskólahverfið.
Fyrirlestrar erlendra gesta.
Prófessor Tauno TirTckonen frá háskólanum í Helsinki flutti
fyrirlestra 2. og 5. okt. 1956. Fyrri fyrirlesturinn var um dóma-
skipun í Finnlandi, hinn síðari um meðferð emkamála eftir
finnskum rétti.
Prófessor Ivanov, vararektor háskólans í Moskvu, flutti 19.
sept. 1956 erindi um æðri skóla í Sovétríkjunum.
Próf. A. C. Bouman frá Leiden flutti 12. apríl 1957 fyrirlest-
ur um Sonatorrek og 16. s. m. um Rembrandt.
Dr. R. H. Franklin frá Englandi flutti 5. og 7. júní 1957 fyr-
irlestra um skwrðaðgerðir á vélinda og um magasár.
Próf. Edgar SchuZtze frá Aachen flutti 4. og 6. júní 1957
fyrirlestra um jarðvegsrannsóknir í sambandi við undirstöður
bygginga og um dreifing jarðþrýstings undir undirstöðum.
Fimm hundruð ára afmæli háskólans í Greifswald. Háskól-
anum var boðið að senda fulltrúa á afmælishátíðina, og fól
dr. Sveini Bergsveimssyni, prófessor við Berlínar-háskóla, að