Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 72

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 72
70 Gísli Jónsson kaupmaður taldi sig verða hart úti við álagningu skatta og útsvars árið 1953. Eftir nokkrar vangaveltur ákvað hann í ársbyrjun 1954 að stofna hlutafélag um smásöluverzlun sína. Félag- ið var nefnt Glói h.f. Hlutafé kr. 200.000,00. Af því lagði hann sjálf- ur fram 180 þús. kr., en kona hans, Ólöf Jónsdóttir, börn hans, Jón og Rósa, og Guðmundur Jónsson, aðalbókari Gísla, fengu hvert sitt bréfið að upphæð kr. 5000,00. Allt féð var þó frá Gísla. Félagið var skrásett. Þau hjónin höfðu ekki gert kaupmála, og Rósa var aðeins 18 ára að aldri. Gisli var formaður stjómarinnar og framkvæmdar- stjóri félagsins, en Ólöf kona hans og Guðmundur bókari meðstjórn- endur. Hlutaféð greiddi Gísli með verzlun sinni, þ. e. vörubirgðum hennar, útistandandi skuldum, verzlunarbúnaði og „goodwill". M. a., sem reiknað var til verðmæta, var smásöluleyfi Gísla, sem félagið notaði áfram. Á árinu 1955 komu þó fram af opinberri hálfu athuga- semdir við leyfið, og var þess krafizt, að félagið keypti nýtt leyfi. Auk smásöluverzlunarinnar rak Gísli heildverzlun og átti stórt hús. Voru verzlanir hans þar. Hann bjó þar einnig, svo og Jón sonur ur hans og Guðmundur bókari, er báðir voru kvæntir. Rekstur h.f. Glóa gekk heldur illa. Við áramót 1954—55 kom fram verulegur rekstrarhalli, og vafasamt mátti telja, hvort félagið ætti fyrir skuldum. Þegar gjöld voru lögð á árið 1955, varð ljóst, að erfitt yrði um greiðslu á þeim, enda skuldaði félagið enn gjöld frá fyrra ári. Sá Gísli þá ekki annan kost en þann að framselja bú félagsins til gjaldþrotaskipta, og gerði það hinn 15. júlí 1955. Meðal krafna, sem gerðar voru á hendur búinu, voru þessar: Krafa vegna vangreidds verzlunarleyfis, sbr. að framan, gerð sem forgangskrafa. Krafa Gísla um framkvæmdarstjóralaun 5000 kr. á mánuði, sam- tals kr. 40.000,00, þar af 10.000 kr. fyrir júní og júlí, en hitt fyrir næstu 6 mánuði, enda var Gísli ráðinn með 6 mánaða uppsagnar- fresti. Krafan var gerð sem forgangskrafa. Húsaleigukrafa kr. 24.000,00. Samkv. samningi Gísla og h.f. Glóa var leigan eftir húsnæði félagsins kr. 2000,00 á mánuði. Samningur- inn var gerður 1. marz 1954 til eins árs, óuppsegjanlegur, en átti að framlengjast með sömu kjörum, ef honum væri ekki sagt upp þrem mánuðum fyrir 1. marz 1955, og hafði það ekki verið gert. Skaðabótakrafa Hauks Egilssonar, sendisveins hjá verzluninni Z, að upphæð kr. 20.000,00. Krafan var þannig tilorðin: Á húsi Gísla voru tvennar dyr út að götu — auk dyra að verzlun h.f. Glóa. Aðrar dyrnar lágu að gangi efri hæðar, hinar að gangi til kjallara, sem h.f. Glói hafði á leigu til vörugeymslu. Innan við síðarnefndu dyrnar var pallur 1 m á lengd, en þá tók við beinn steinstigi. Gangurinn var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.