Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Page 77
75
Húsið nr. 7 við F-götu stóð við gangstéttarbrún, en steingirðing
við götuna báðum megin við það og hlið fyrir gangandi menn á.
Er Bergur fluttist í húsið, reis fljótlega ágreiningur með þeim
Einari af því tilefni, að þeir Bergur, Jón og Einar áttu allir bíla,
sem þeir um nætur og oft endranær geymdu á götunni við húsið.
Hafði sú framkvæmd orðið á þessu, að Einar geymdi sinn bíl sunn-
anvert við lóðina, en Jón norðanvert. Bergur kom að jafnaði fyrr
heim en Einar og lagði þá bíl sínum þar, sem vanalegt var, að bíll
Einars stæði. Varð Einar þá í vandræðum með bíl sinn, og er hann
reyndi að leggja honum framan við önnur hús við götuna, var kvart-
að um það til lögreglunnar, er bannaði honum það. Einar kvartaði
undan þessum vandræðum sínum við þá Berg, Jón og Helga, en fékk
enga leiðréttingu. Hófst hann þá handa um að ná meintum rétti
sínum.
Gerið rökstudda grein fyrir formlegum gangi mála og efnislegum
úrslitum um allar kröfur og sakarefni, er að framan eru greind.
Fyrt'i hluti.
1 lok fyrra misseris luku 9 stúdentar fyrra hluta embættis-
prófs í lögfræði.
Skriflega prófið fór fram 7., 9., 11., 14. og 16. janúar.
Verkefni voru þessi:
I. 1 fjármunarétti I: Hvað er riftun samnings og hver eru
í meginatriðum skilyrði þess, að samningi verði rift?
II. í fjármunarétti II: Lýsið reglunum um sjálfsvörzluveð
í lausafé.
III. 1 sifja-, erfða- og persónurétti: Lýsið í megindráttum
reglunum um forræði maka á hjúskapareign sinni og
berið þær saman við reglur um forræði maka á séreign
sinni.
IV. I stjórnlagafræði og stjórnarfarsrétti: Lýsið reglunum
um lausn ríkisstarfsmanna og frávikning.
V. Raunhæft verkefni:
Árni Bjarnason tók á sínum tíma til fósturs stúlkubarn, Guðrúnu
Jónsdóttur að nafni, og var hún þá 7 ára gömul. Árni var efnaður
maður, ógiftur. Guðrún var ekkert skyld honum, en litlu eftir að