Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 79
77
sniðin. Helgi kvaðst af einhverjum ástæðum ekki hafa tekið eftir
tilkynningunni. Hélt hann því áfram við fötin, en kvaðst hafa orðið
andláts Árna vísari, er hann hringdi til þess að fötin yrðu mátuð.
Hann taldi sig þó eiga rétt til greiðslu, en krafa hans var véfengd
af búsins hálfu.
Jón vildi halda sem bezt á rétti Guðrúnar og leitaði álits Sigurðar
Sigurðssonar hrl. um:
1. Hvort Guðrún ætti ekki tilkall til arfs úr búinu, svo og hæfi-
legrar upphæðar til framfærslu.
2. Eða hvort hún ætti ekki rétt á bótum, er samsvöruðu framan-
greindum kr. 100.000,00, eða öðrum lægri upphæðum, svo og bótum
fyrir missi framfæranda, og þá frá hverjum.
Látið uppi rökstutt álit um, hvað mælir með og móti því, að kröf-
ur þessar, svo og krafa Helga, verði teknar til greina, og hver úr-
slit eigi að vera um þær.
I lok síðara misseris luku 11 stúdentar fyrra hluta embættis-
prófs í lögfræði.
Skriflega prófið fór fram 3., 6., 8., 10. og 13. maí.
Verkefni voru þessi:
I. 1 fjármunarétti I: Lýsið reglunum um gildi loforða, er
loforðsgjafi hefur verið beittur nauðung.
II. 1 fjármunarétti II: Gerið grein fyrir takmörkum eign-
arréttar.
III. I sifja-, erfða- og persónurétti:
1. Lýsið sérreglum þeim, sem á reynir við samninga milli
hjóna.
2. Hjónin M og K, Laufásvegi 300 í Reykjavík, gerðu erfða-
skrá 1. des. 1945. Samkvæmt henni skyldi það hjóna, sem
lengur lifði, taka við eigum búsins öllum. Eftir lát þess,
er síðar andaðist, skyldu eigur bús „skiptast að jöfnu milli
systkina minna, K, og hálfbróður míns, M“. M andaðist
1. janúar 1953, en K 1. apríl 1957. Með erfðaskrá, dags.
1. marz 1957, mælti K svo fyrir, að stofna skyldi sjóð, er
bæri nafn þeirra hjóna, til styrktar efnilegum námsmönn-
um í læknisfræði við Háskóla íslands úr byggðarlagi K,
A-sveit í B-sýsIu. Skyldi stofnfé sjóðsins vera kr. 50.000,00
og greiðast úr dánarbúi þeirra hjóna. Eigur þeirra hjóna
voru allar fengnar fyrir aflafé M, en K naut lífeyris eftir