Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Qupperneq 80
78
M, sera verið hafði opinber starfsmaður, og nam sá líf-
eyrir kr. 10.000,00 á ári.
Systkin K voru fjögur, A, B, C og D, er erfðaskráin var
gerð, en D andaðist 1955. Á lífi er sonur hans, E, og kjör-
sonur, F. Upp kom, að M á tvo hálfbræður á lífi, Ara Ara-
son, Grettisgötu 300 í Reykjavík, og Björn Björnsson, bú-
settan á Seyðisfirði, og eru þeir báðir fulltíða menn.
Eigur bús nema kr. 150.000,00.
Lýsið því í rökstuddu máli, hvernig haga beri arfskipt-
um, ef þeir, sem til álita koma um arftöku, halda ítrasta
rétti sínum fram.
IV. I stjómlagafræði og stjómarfarsrétti: Gerið grein fyrir
reglunum um þingrof.
V. Raunhœft verkefni:
Sveinn Arason verzlunarmaður réðst í það á tvítugsafmæli sínu
að kaupa sér fólksflutningabifreið. Hann átti kr. 30.000,00, er hann
hafði sparað saman af kaupi sínu, enda bjó hann heima hjá foreldr-
um sínum gegn mjög vægu gjaldi.
Seljandi bifreiðarinnar var h.f. Aron, og skilmálar þeir, að bif-
reiðin skyldi eign félagsins eða þess, er löglega fengi kröfuna fram-
selda, unz hún væri að fullu greidd. Verðið var kr. 60.000,00 og skyldi
greitt með kr. 30.000,00 við undirskrift samnings og síðan með kr.
2000,00 hinn 1. hvers mánaðar í fyrsta sinn, 1. apríl 1956. Heimilt
var félaginu að taka bifreiðina með beinni fógetagjörð, ef vanefnt
yrði. Bifreiðin var skráð á nafn Sveins. Foreldrum Sveins var ekki
kunnugt um kaupin fyrr en þau voru um garð gengin.
Það bar nú til 20. maí 1956, er Sveinn var á ferð í bifreiðinni, að
tveir lögregluþjónar stöðvuðu hana. Kváðust þeir þurfa að flýta sér
að skipi, sem lá í höfninni, því að til ryskinga hefði komið á bryggj-
unni.
Ók Sveinn þegar af stað með lögregluþjónana. Er að skipinu kom,
voru þar hörkuáflog. Lögreglumönnum tókst þó að stilla til friðar,
en einn óróaseggjanna, sem var ölvaður, urðu þeir þó að setja í jám.
Fóru þeir með hann upp í bílinn og sögðu Sveini að aka af stað til
lögreglustöðvarinnar. Hinn handtekni, Jón Jónsson, brauzt mjög um
og lét illa, braut hann rúðu við aftursætið, þar sem hann sat á milli
lögregluþjónanna. Hann skemmdi og fleira, og má telja tjón það,
sem hann olli, nema kr. 1200,00.
Er Sveinn var að snúa bifreið sinni á bryggjunni, vildi það óhapp
til, að hún rann snögglega aftur á bak og fór í sjóinn. Komust þeir