Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 81
79
út Sveinn og annar lögregluþjónanna, en Jón og hinn lögregluþjónn-
inn, Árni Árnason, drukknuðu. Árni var kvæntur Sigríði Jónsdóttur,
er var 30 ára og fullvinnandi með verzlunarskólamenntun og hafði
unnið úti fyrir venjulegu skrifstofustúlkukaupi, enda voru þau hjón
barnlaus.
Sigríður fékk lífeyri, er nam 20% af tekjum Árna.
Jón var einhleypur og hafði engan á framfæri sínu. Foreldrar
hans kostuðu útför hans og umbúnað um leiði, kr. 5000,00 og kr.
2000,00.
Bifreiðin náðist upp allskemmd og var seld á kr. 30.000,00, er telja
má sannvirði.
Allir þeir framangreindir aðilar, sem fyrir tjóni höfðu orðið, vildu
ná ítrasta rétti sínum, hvar sem tiltækilegt þætti.
Sveinn greiddi tvær fyrstu afborganir af bílnum á réttum tíma,
en eftir slysið vildi hann ekkert greiða. H.f. Aron hafði framselt Stef-
áni kaupmanni Stefánssyni skuldina á Svein með öllum réttindum
sínum hinn 5. maí 1956.
Er Sveinn greiddi hvorki júní- né júlíafborgun, vildi Stefán fá bíl-
garminn afhentan. Eftir nokkurt þóf varð að samkomulagi með þeim,
sem hlut áttu að máli, að bíllinn yrði seldur fyrir kr. 30.000,00, eins
og fyrr segir, og andvirðið greitt þeim, er bezt ætti tilkall til þess
að lögum.
Gerði hver og einn þeirra, sem til greina koma, sitt tilkall til and-
virðisins, svo og þær kröfur hver gegn öðrum, er tiltækilegar þóttu.
Gerið rökstudda grein fyrir sjónarmiðum og kröfum aðila þeirra
allra, er hlut geta átt að framangreindum sakarefnum, og hver end-
anleg úrslit eigi að verða.
Enn fremur luku 6 stúdentar prófi í almennri lögfræði í lok
fyrra misseris og 10 í lok síðara misseris, 5 prófi í hagfræði
í lok fyrra misseris og 18 í lok siðara misseris og 18 í áLmennri
bókfærslu í lok síðara misseris.
Prófdómendur við embættispróf í lögfræði voru dr. jur. Björn
Þórðarson og Sveihbjörn Jónsson hæstaréttarlögmaður.
II, Kandídatspróf í viðskiptafræðum.
I lok fyrra misseris luku 3 kandídatar prófi í viðskipta-
fræðum.