Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 92
90
VIII. DOKTORSPRÓF
Með bréfi 8. marz 1956 sendi Kristján Eldjárn þjóðminja-
vörður ritgerð, „Kuml og haugfé úr heiðnum sið á lslandice, og
óskaði þess, að hún yrði lögð undir dóm heimspekideildajr,
hvort hæf væri til varnar fyrir doktorsnafnbót í heimspeki.
Heimspekideild skipaði þriggja manna nefnd til þess að dæma
um ritgerðina, þá dr. Jan Petersen safnvörð í Stavanger, og
prófessorana dr. Einar Ól. Sveinsson og dr. Jón Jóliannesson.
Nefndin varð sammála um að dæma ritgerðina hæfa til
varnar fyrir doktorsnafnbót. Vörnin fór fram 14. janúar 1957.
Andmælendur af hálfu deildarinnar voru dr. Jan Petersen og
próf. dr. Jón Jóhannesson. Vörnin var tekin gild og doktors-
skjal veitt.
Æviágrip dr. Kristjáns Eldjárns.
Kristján Eldjárn er fæddur að Tjörn í Svarfaðardal 6. des-
ember 1916, sonur hjónanna Sigrúnar Sigurhjartardóttur og
Þórarins Kr. Eldjárns hreppstjóra. Kristján lauk stúdentsprófi
við Menntaskólann á Akureyri 1936, sigldi sama ár til háskóla-
náms í Kaupmannahöfn og lagði þar stund á fornleifafræði
til vorsins 1939. Sumarið 1937 var hann við fornleifarannsókn-
ir á Grænlandi og 1939 í Þjórsárdal hér heima. Veturna 1939
—41 var hann kennari við Menntaskólann á Akureyri, en inn-
ritaðist í heimspekideild Háskóla Islands haustið 1941 og lauk
þeðan meistaraprófi í íslenzkum fræðum vorið 1944. Aðstoðar-
maður í Þjóðminjasafni 1945 til 1. desember 1947, er hann var
skipaður þjóðminjavörður. Hefur gert allmikið af fornleifa-
rannsóknum hér á landi og skrifað um slík efni, einkum í Ár-
bók Hins íslenzka fornleifafélags, og ritstjóri þess rits hefur
hann verið frá 1948. 1 fleiri rit hefur hann og skrifað um
sömu fræðigrein, meðal annars í erlend fræðirit. 1 bókarformi
hefur hann birt ritgerðasafnið Gengið á reka (1948) og bæk-
linga um Stöng í Þjórsárdal, Hólakirkju og Grafarkirkju (1947,