Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Síða 95
93
sögu Islendtnga frá upphafi fram til siðskipta. Eru þá talin
stærstu ritverkin. Hér ber næst að nefna útgáfuverk hans,
íslenzka annála frá upphafi IV. bindis 1941, Sturlungasögu
I.—II. bd., er hann gaf út 1946, ásamt Kristjáni Eldjám þjóð-
minjaverði og Magnúsi Finnbogasyni menntaskólakennara, og
Austfirðingasögur, íslenzk fornrit XI. bd., 1950. öll þessi út-
gáfuverk em mikils háttar og bera vott um vandvirkni og
glöggskyggni. Ég nefni ekki fleiri útgáfuverk rúmsins vegna.
Af einstökum ritgerðum eftir dr. Jón skal ég aðeins nefna Hirð
Hákonar gamla á Islandi (Samtíð og saga, IV. bd.), Tímatal
Gerlands í íslenzkum ritum frá þjóðveldisöld (Skírnir 1952),
Aldur Grænlendingasögu (Nordæla 1956), Ólafur konungur
Goðröðarson (Skímir 1956), og Réttindabarátta Islendinga í
upphafi 14. aldar (Safn til sögu íslands 1956). Að öllu saman-
lögðu liggur mikið eftir dr. Jón í ritverkum og í rauninni má
kalla furðu gegna, hverju hann kom í verk jafnhliða embættis-
starfi sínu, ekki sízt þegar þess er gætt, að hann var tæplega
48 ára, er hann andaðist.
Mér er bæði ljúft og skylt að minnast langrar og góðrar sam-
vinnu við dr. Jón Jóhannesson og vinfengis, frá því er ég kynnt-
ist honum fyrst. Hér tjáir ekki að rekja harmatölur yfir frá-
falli hans. Miklu fremur ber við leiðarlokin að þakka góðum
dreng og tryggum vini, ágætum kennara og fræðimanni. Vegna
Háskóla Islands vil ég þakka ágætt starf, unnið af trúmennsku
og sannleiksást vísindamannsins.
ÞorkeU Jóhannesson.
X. HEIMSÓKN SVÍAKONUNGS
OG FINNLANDSFORSETA
Sumarið 1957 heimsóttu konungshjón Sviþjóðar og forseta-
hjón Finnlands Island í boði forseta Islands. 1 bæði skiptin
heimsóttu hinir tignu gestir Háskóla Islands.
Sunnudagsmorgun 30. júní 1957 kl. 10 árdegis komu Gústav