Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 100
98
síðan borist af Noregi til Islands, uns hún var sett á bók af
íslendíngi á þrettándu öld. Nú líður og bíður. Á nítjándu öld
snemma dregur þjóðskáld svía Esajas Tegnér fram hið gamla
yrkisefni um Friðþjóf og Ingibjörgu og gæðir það kostum há-
rómantíkinnar af mikilli snild. I næstu kynslóð þar á eftir
snarar þjóðskáld íslendínga, Matthías Jochumsson, Friðþjófs
sögu Tegnérs á íslensku með þeim ágætum, að þýðíngin er
meðal gimsteina íslenskrar ljóðagerðar þess tíma.
Dár váxte uti Hildings gárd
tvá plantor under fostrarns várd.
Ej norden förr sett tvá sá sköna,
de váxte hárligt i det gröna,
eða einsog það hljóðar á íslensku:
Á Hildings garði greru í lund
tvö gullin blóm um sumarstund,
og friðar nutu und fóstra höndum;
ei fegra grær á Norðurlöndum.
Svo ég víki loks til Heimskrínglu, leiðir Snorri þar fram
öldúng nokkurn, sem hann kveður verið hafa „vitrastan mann
í Svíaveldi", Þorgný lögmann, og leggur honum orð á túngu.
Ekki er ólíklegt að þátt þennan af Þorgný lögmanni hafi
Snorri heyrt á Gautlandi, þá er hann var með Áskatli lög-
manni. Atburðurinn á að gerast snemma á elleftu öld. Deila
er risin á Uppsalaþíngi milli Ólafs konúngs Eiríkssonar, sem
vér köllum hinn sænska, og bænda, en í fornum sögum, þegar
talað er um bændur, þá er átt við landslýðinn upp og ofan.
Nú segir sagan að konúngurinn gerist heldur ótalhlýðinn við
nokkra sína andstæðínga þar á þínginu. Þá stígur fram Þor-
gnýr lögmaður. Hann tekur dæmi af svíakonúngum eins lángt
aftur og menn muna; voru allir hver öðrum ágætari, segir
hann; en þó telur hann þeim einkum til gildis hversu fúsir
þeir voru að hafa bændur í ráðum með sér. Hann nefnir þar
meðal annarra konúnga landvinníngamann svía mikinn, Eirík
konúng Emundarson, segir að enn muni sjá „þær jarðborgir