Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Síða 102
100
þjóðfélag sem hér er að rísa af draumi fornsögunnar fagnar í
dag tignum fulltrúa sænskrar sögu og sænsks nútíma þar sem
Gústaf hinn VI. er, og telur sér heiður meiri en orðum nái að
eiga slíkan höfðíngja að /ini. Vér berum fram árnaðaróskir
vorar til handa hans hátign konúnginum og hennar hátign
Louise drottníngu og svo landi hans öllu og ríki í Svíþjóð.
Að lokum söng dómkirkjukórinn nokkur lög undir stjórn
dr. Páls Isólfssonar.
Miðvikudaginn 14. ágúst kl. 10 árdegis heimsóttu herra
Kekkonen Finnlandsforseti og frú hans háskólann, ásamt for-
seta íslands og forsetafrúnni, dr. Gylfa Þ. Gíslasyni mennta-
málaráðherra og föruneyti. Háskólarektor ávarpaði forsetann
á þessa leið (í íslenzkri þýðingu):
Herra forseti Finnlands og forsetafrú, herra forseti íslands
og forsetafrú. Virðulega samkoma.
Vegna Háskóla íslands býð ég ykkur öll velkomin til þess-
arar samkomu, sem háskólinn hefur efnt til í því skyni að
heiðra forseta Finnlands. Það er eðlilegt, að koma forseta
Finnlands leiði huga vorn þessa dagana venju fremur til Finn-
lands og hinnar finnsku þjóðar. Er það vel farið, því að þótt
Finnland sé þátttakandi í samtökum Norðurlandaþjóða, ásamt
Islendingum, þá ber margt til þess, að mikið brestur á, að vér
höfum eins náin kynni af þeim og öðrum frændþjóðum vorum
á Norðurlöndum. Nokkru veldur fjarlægðin, en Finnland ligg-
ur fjærst íslandi allra Norðurlanda, og nokkru veldur líka, að
finnsk tunga er óskyld voru máli. Leiðir þjóða vorra lágu og
lítt saman á fyrri öldum, enda má kalla, að íslenzkir menn
þekkti þá ekkert til Finnlands, nema hvað þjóðtrúin kenndi
þeim, að í Finnlandi væri einna mestir fjölkynngismenn í
norðurálfu heimsins, og má rekja þann orðróm í íslenzkum
bókmenntum allt frá dögum Snorra Sturlusonar fram til þjóð-
sagna síðari alda. Mér þykir trúlegt, að hafi Finnar á fyrri