Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Qupperneq 103
101
öldum haft einhverjar spurnir af Islandi og íslendingum, hafi
þær verið viðlika blandnar þeim kynjum, svo sem jafnan vill
verða, þar sem raunhæfa þekking brestur og ímyndunaraflið
fær óbundið svigrúm til þess að fylla upp í eyðurnar. Ég ætla,
að það sé ekki ofsagt, að Islendingar hafi í rauninni ekkert
þekkt til Finnlands og Finna fyrir svo sem 150 árum síðan
og lítið fram um miðja 19. öld, síðan nokkru meira, en mest
hafa þessi kynni vaxið á síðustu áratugum. Það má því segja,
að kynni Islendinga og Finna séu stutt, en þau eru líka að
sama skapi góð, því að fullyrða má, að Islendingar beri engu
síður hlýjan hug til Finna en annarra Norðurlandaþjóða, sem
okkur eru þó skyldari og miklu tengdari að fornu. Og skýr-
ingarinnar á þessu þarf ekki langt að leita. Áhugi Islendinga
á Finnlandi og högum hinnar finnsku þjóðar er nátengdur
sögunni um frelsisbaráttu beggja þessara þjóða. Þaðan er það
fyrst og fremst runnið, þrátt fyrir fjarlægð og óskylt tungu-
tak, að Islendingar hafa um nær aldarbil fylgzt með hinni
hetjulegu baráttu finnsku þjóðarinnar fyrir frelsi sínu af ein-
lægri og hlýrri samúð, enda höfum vér sjálfir sótt þangað
hvatningu og uppörvun í okkar eigin sjálfstæðisbaráttu. Hér
eins og oftar hafa skáldin gengið fram fyrir skjöldu. Hinar
meistaralegu þýðingar Matthíasar Jochumssonar úr Fándrik
Stáls Ságner eftir finnska skáldið Runeberg, snertu vissulega
næman streng í brjósti íslenzkra æskumanna á ofanverðri 19.
öld og fram um aldamótin. Því þótt okkar eigin frelsisbarátta
væri eigi með vopnum háð, var andinn hinn sami, óbeitin á
erlendri yfirdrottnun og ofríki, þráin til þess að mega lifa
frjáls í sínu eigin landi og viljinn til þess að fórna þeirri hug-
sjón öllum sínum kröftum. Þegar Rússar hugðust mundu inn-
lima Finnland árið 1910 undir slagorðinu: Finis Finlandiae,
orti eitt af höfuðskáldum Islendinga fyrr og síðar, Stephan G.
Stephansson, kvæði undir þessari fyrirsögn. Lokaorð kvæðis-
ins eru þessi: Finnland mun lifa. Sá manndómsandi, sem sigr-
aði frumskóginn og breytti fenjum í akra, mun slíta af sér
hlekki kúgarans. Þegar þetta kvæði var ort, stóðu sem hæst
stjórnmáladeilurnar við Dani um réttindi Islendinga til sjálf-