Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Page 104
102
stæðis og sjálfstjórnar, og það dylst ekki, að þessi orð áttu
líka erindi til okkar. Fyrirheit það, sem í þeim felst, var einnig
okkur gefið, enda var þess ekki langt að bíða, að skorið yrði
úr málum þessum að fullu.
Þess verður lengi minnzt, að árið 1918 fengu báðar þjóð-
irnar, Finnar og Islendingar, fullvedi sitt viðurkennt af öðrum
þjóðum. Síðan eru liðin 39 ár. Þessi ár hafa verið mikill
reynslutími fyrir Finna og íslendinga, eigi síður en margar
þjóðir aðrar, þótt með ýmsu móti hafi verið. En minnisstæð-
asti lærdómur þessara ára myndi sá vera, að þá fyrst nýtur
hver þjóð krafta sinna til framfara og umbóta í landi sínu,
er hún er laus undan erlendum yfirráðum. En sé hið dýrmæta
frelsi miklu verði keypt, myndi seint of miklu kostað til þess
að tryggja það og varðveita. Þetta hafa Finnar sannað full-
komlega, og væntanlega munu Islendingar ekki láta sitt eftir
liggja, hvenær sem á reynir.
Síðan 1918 hafa miklu nánari kynni tekizt með Finnum og
Islendingum en áður og margvísleg viðskipti, báðum til hags-
bóta. Finnar hafa t. d. orðið Islendingum, eins og reyndar öll-
um þjóðum, til örvunar og fyrirmyndar á sviði íþrótta. Ég
ætla, að báðum þjóðunum, Finnum og íslendingum, sé það
sameiginlegt að virða mikils afrek einstaklingsins. Þess vegna
munu þær líka hafa náð hver um sig einna lengst í frjálsum
íþróttum, í keppni við aðrar þjóðir. Þótt Finnar sé að mann-
fjölda stórþjóð við hlið íslendinga, eru þeir samt smáþjóð líkt
og þeir í augum stórvelda heimsins. Ég býst við, að okkur sé
sameiginleg allrík einstaklingshyggja. Þetta er eðlilegt. Fámenn
þjóð verður að treysta á atgervi einstaklingsins. Hún getur
ekki unnið upp linku sinna liðsmanna með því hærri höfða-
tölu. Samt ætla ég, að íslendingar eigi hér margt ólært. En
við höfum fleira lært af Finnum en það, að lítil þjóð getur
eignazt íþróttamenn, sem skara fram úr fjöldanum. Finnar hafa
líka átt og eiga mikla afreksmenn á sviði tónlistar og bók-
mennta, sem haft hafa áhrif á andlegt líf nútímans, einnig hér
á landi. Hér þarf ekki annað en nefna tónskáldið Sibelius og
skáldin Gripenberg og Sillanpáá. Eru þá ótalin ýmis nöfn frá